Innlent

Starfsmenn stálu gögnum SÍF

Stjórnendur SÍF saka fyrrverandi starfsmenn félagsins um að hafa stolið gögnum í eigu félagsins og ætla að óska eftir lögreglurannsókn. Þá verður farið fram á lögbann á starfsemi nýs félags sem átta fyrrverandi starfsmenn hafa stofnað. Átta starfsmenn sem hættu laust fyrir áramót hafa stofnað fisksölufyrirtæki í sem verður í samkeppni við SÍF hvað varðar sölu á saltfiski. Nýja fyrirtækið hefur fengið nafnið Seafood Union. Í tilkynningu frá SÍF segir að SÍF og Iceland Seafood telji að tímasetning og umgjörð uppsagna starfsmanna sé með þeim hætti að markmiðið hafi verið að reyna að skaða félögin. Í ljósi þessa, og þeirra skuldbindinga sem viðkomandi starfsmenn hafa gagnvart félaginu, hafi verið ákveðið að fara fram á lögbann við því að starfsmenn félagsins brjóti gegn ráðningarsamningum sínum með því að hefja samkeppni við félagið. Ennfremur hafi verið ákveðið að óska eftir lögreglurannsókn vegna rökstudds gruns um að eigur og trúnaðarupplýsingar félagsins hafi verið misnotaðar í þessu ferli.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×