Innlent

Þrengdi að hálsi Sri með belti

Hákon Eydal er ákærður af ríkissaksóknara fyrir að hafa myrt Sri Rahamawati barnsmóður sína og fyrrum sambýliskonu en ákæran á hendur Hákoni verður þingfest í dag.Hann er sagður hafa slegið hana með kúbeini í hnakkann þannig að hún missti meðvitund og síðan hafi hann endanlega ráðið henni bana með því að þrengja að hálsi hennar með belti. Ákært er fyrir manndráp af ásetningi eða samkvæmt 211. grein almennra hegningarlaga. Í ákærunni er farið fram á bætur fyrir þrjú börn Sri sem Hákon gerði móðurlaus. Í lok júlí játaði Hákon að hafa ráðið Sri bana á heimili sínu sunnudaginn fjórða júlí en þá hafði hann setið þögull í gæsluvarðhaldi í þrjár vikur. Um viku síðar eða þann þriðja ágúst benti Hákon réttilega á hvar lík Sri væri að finna í hraunsprungu sunnan við Hafnarfjörð. Áður sagðist hann hafa hent líki hennar í sjóinn við Presthúsatanga á Kjalarnesi og hafði þar farið fram umfangsmikil leit lögreglu og björgunarsveita.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×