Innlent

Málsmeðferð ekki í samræmi við lög

Umræddur fangi hafði sótt um að hitta tvö eldri börn sín utan fangelsins og einnig ákvarðanir forstöðumanns fangelsins um fyrirkomulag heimsókna sambýliskonu hans og ársgamals barns hans. Fanginn fékk ekki svar við beiðni sinni, en hvað varðaði heimsóknir sambýliskonunnar höfðu við leit á henni fundist efni sem óheimilt var að fara með inn í fangelsið eða hafa í vösum sínum. Forráðamenn fangelsins ákváðu í framhaldi af því að heimsóknir konunnar myndu framvegis fara fram án snertingar við fangann. Þetta kærði hann til dóms- og kirkjumálaráðuneytisins. Umboðsmaður álítur, að fangelsinsyfirvöld á Litla - Hrauni hefðu ekki gætt að því að veita fanganum réttar upplýsingar um kæruleiðir við meðferð umsóknar hans um leyfi til dvalar utan fangelsins. Þá hefði fangelsið ekki fylgt lögum að senda umsókn fangans til umsagnar fangelsismálastofnunar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×