Kvenfangar verr staddir en karlar 5. janúar 2005 00:01 "Konur í fangelsum á Íslandi eru verr settar en karlfangar," segir Margrétar Sæmundsdóttur deildarsérfræðingur hjá Fangelsismálastofnun ríkisins. Í grein sem hún ritar í Verndarblaðið, sem fjallar um afbrot, fanga og fangelsismál, fjallar Margrét um félagslega stöðu kvenfanga á Íslandi . Á hverju ári sitja um tíu til fimmtán konur í fangelsi á Íslandi, sem er um fimm til sex prósent af heildarfjölda fanga. Flestar sitja þær inni fyrir þjófnað og skjalafals en undanfarin ár hafa fíkniefnabrot færst í aukana. í greininni leggur Margrét út af árskýrslum Fangelsismálastofnunar og segir niðurstöður þeirra benda til að konur í íslenskum fangelsum séu bæði félagslega og heilsufarslega verr staddar en karlfangar. Konur í fangelsum eigi yfirleitt við meiri vímuefnavanda að stríða en karlar og meðferðarsaga þeirra er lengri, margar þjást af andlegum sjúkdómum eða hafa misst forræði yfir börnum sínum, en um 70 prósent kvenfanga eru mæður. Þá helmingi fleiri konur þunglyndar en karlar eða um 50 prósent. Á Íslandi eru fimm afplánunarfangelsi en konur geta aðeins tekið út refsingu í Kópavogsfangelsi. Þar eru minni möguleikar til náms, starfs og tómstundariðkunar en til dæmis á Kvíabryggju og Litla Hrauni sem Margrét segir að sé hreint kynjamisrétti. Hún leggur til að fangelsin verði samnýtt fyrir bæði kynin þannig að deildir verði aðskildar en nám og starf sameiginlegt og segir að reynslan af því að vista bæði kyn á sama stað sé góð. Að sögn Margrétar er erfitt að skýra hvers vegna konur í fangelsum séu mun færri en karlar. "Það eru margar tilgátur uppi og sjálfsagt er orsakasamhengi á milli þeirra. Ein hugmyndin er til dæmis sú að konur séu aldar upp við meiri ábyrgð og brjóti því síður af sér. Samkvæmt annarri kenningu hefur dómsvaldið tilhneigingu til að sjá málin þannig að konur sem fremja afbrot eigi við vandamál að stríða og það beri fyrst og fremst að aðstoða þær, en karlmenn sem fremja afbrot eru til vandræða og þeim þarf að refsa." Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
"Konur í fangelsum á Íslandi eru verr settar en karlfangar," segir Margrétar Sæmundsdóttur deildarsérfræðingur hjá Fangelsismálastofnun ríkisins. Í grein sem hún ritar í Verndarblaðið, sem fjallar um afbrot, fanga og fangelsismál, fjallar Margrét um félagslega stöðu kvenfanga á Íslandi . Á hverju ári sitja um tíu til fimmtán konur í fangelsi á Íslandi, sem er um fimm til sex prósent af heildarfjölda fanga. Flestar sitja þær inni fyrir þjófnað og skjalafals en undanfarin ár hafa fíkniefnabrot færst í aukana. í greininni leggur Margrét út af árskýrslum Fangelsismálastofnunar og segir niðurstöður þeirra benda til að konur í íslenskum fangelsum séu bæði félagslega og heilsufarslega verr staddar en karlfangar. Konur í fangelsum eigi yfirleitt við meiri vímuefnavanda að stríða en karlar og meðferðarsaga þeirra er lengri, margar þjást af andlegum sjúkdómum eða hafa misst forræði yfir börnum sínum, en um 70 prósent kvenfanga eru mæður. Þá helmingi fleiri konur þunglyndar en karlar eða um 50 prósent. Á Íslandi eru fimm afplánunarfangelsi en konur geta aðeins tekið út refsingu í Kópavogsfangelsi. Þar eru minni möguleikar til náms, starfs og tómstundariðkunar en til dæmis á Kvíabryggju og Litla Hrauni sem Margrét segir að sé hreint kynjamisrétti. Hún leggur til að fangelsin verði samnýtt fyrir bæði kynin þannig að deildir verði aðskildar en nám og starf sameiginlegt og segir að reynslan af því að vista bæði kyn á sama stað sé góð. Að sögn Margrétar er erfitt að skýra hvers vegna konur í fangelsum séu mun færri en karlar. "Það eru margar tilgátur uppi og sjálfsagt er orsakasamhengi á milli þeirra. Ein hugmyndin er til dæmis sú að konur séu aldar upp við meiri ábyrgð og brjóti því síður af sér. Samkvæmt annarri kenningu hefur dómsvaldið tilhneigingu til að sjá málin þannig að konur sem fremja afbrot eigi við vandamál að stríða og það beri fyrst og fremst að aðstoða þær, en karlmenn sem fremja afbrot eru til vandræða og þeim þarf að refsa."
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira