Húsin keypt vegna snjóflóðahættu 5. janúar 2005 00:01 Ofanflóðasjóður og Ísafjarðarbær voru búnir að ákveða að kaupa upp raðhúsin og blokkina sem snjóflóð féll á í Hnífsdal í gær vegna snjóflóðahættu. Fyrir tíu árum var ákveðið að kaupa öll íbúarhús í Tunguhverfi og selja þau til brottflutnings, eða sem sumarhús, vegna flóðahættu þar en síðar kom í ljós að Árvellirnir, þar sem raðhúsin og blokkin standa við, væri líka hættusvæði. Það var á grundvelli þess sem þau hús voru rýmd í fyrrakvöld, áður en flóðið féll í gærmorgun og rann inn í nokkrar íbúðir. Það stefnir því allt í að ekki verði búið í þessum íbúðum í framtíðinni. Hættuástandi var aflýst á Patreksfirði og Tálknafirði í gærkvöldi og fengu um það bil hundrað manns að snúa til síns heima. Hættuástand er enn í Bolungarvík og Almannavarnanefnd á Ísafirði ákvað á fundi sínum í morgun að aflétta banni við umferð um þrjú athafnasvæði í bænum og skólahald verður með eðlilegum hætti. Umferð um hesthúsabyggðina í Hnífsdal verður áfram í samráði við lögreglu. Hættuástand er enn í gildi en staðan verður athuguð á ný þegar birtir til. Næsti fundur nefndarinnar verður síðar í dag. Á Ísafirði og í Bolungarvík hefur verið skaplegt veður í nótt og lítil snjókoma. Samkvæmt sérveðurspá sem gildir til klukkan 18 í kvöld er spáð hægri norðlægri átt með éljagangi. Farið var að bera á vöruskorti í Bolungarvík þar sem ófært var þangað í nokkra daga en vegurinn var ruddur í morgun. Brauð og mjólk voru til dæmis uppseld í verslunum þar. Björgunarskip frá Ísafirði fór í gær með ýmsar nauðsynjavörur til Súðavíkur en þar var fólk búið að vera álíka lengi einangrað og Bolvíkingar þegar vegurinn til Ísafjarðar var ruddur í morgun. Fréttir Innlent Veður Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Ofanflóðasjóður og Ísafjarðarbær voru búnir að ákveða að kaupa upp raðhúsin og blokkina sem snjóflóð féll á í Hnífsdal í gær vegna snjóflóðahættu. Fyrir tíu árum var ákveðið að kaupa öll íbúarhús í Tunguhverfi og selja þau til brottflutnings, eða sem sumarhús, vegna flóðahættu þar en síðar kom í ljós að Árvellirnir, þar sem raðhúsin og blokkin standa við, væri líka hættusvæði. Það var á grundvelli þess sem þau hús voru rýmd í fyrrakvöld, áður en flóðið féll í gærmorgun og rann inn í nokkrar íbúðir. Það stefnir því allt í að ekki verði búið í þessum íbúðum í framtíðinni. Hættuástandi var aflýst á Patreksfirði og Tálknafirði í gærkvöldi og fengu um það bil hundrað manns að snúa til síns heima. Hættuástand er enn í Bolungarvík og Almannavarnanefnd á Ísafirði ákvað á fundi sínum í morgun að aflétta banni við umferð um þrjú athafnasvæði í bænum og skólahald verður með eðlilegum hætti. Umferð um hesthúsabyggðina í Hnífsdal verður áfram í samráði við lögreglu. Hættuástand er enn í gildi en staðan verður athuguð á ný þegar birtir til. Næsti fundur nefndarinnar verður síðar í dag. Á Ísafirði og í Bolungarvík hefur verið skaplegt veður í nótt og lítil snjókoma. Samkvæmt sérveðurspá sem gildir til klukkan 18 í kvöld er spáð hægri norðlægri átt með éljagangi. Farið var að bera á vöruskorti í Bolungarvík þar sem ófært var þangað í nokkra daga en vegurinn var ruddur í morgun. Brauð og mjólk voru til dæmis uppseld í verslunum þar. Björgunarskip frá Ísafirði fór í gær með ýmsar nauðsynjavörur til Súðavíkur en þar var fólk búið að vera álíka lengi einangrað og Bolvíkingar þegar vegurinn til Ísafjarðar var ruddur í morgun.
Fréttir Innlent Veður Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira