Innlent

Rándýr reiðtygi enn ófundin

 Að auki var stolið talsverðu af tækjabúnaði sem notuð eru til umhirðu hrossa, svo sem járningaráhöldum og tannröspum. Reiðtygin, og annað það sem stolið var, eru sögð vel á aðra milljón króna virði. Eigandi hesthússins, Sverrir Jóhannsson sagði að málið hefði strax verið kært til lögreglunnar um leið og uppvíst varð im þjófnaðinn. Sparkað hafði verið upp hurð til að komast inn í húsið og sá eða þeir sem þar voru á ferð létu greipar síðan sópa. Sverrir sagði að um tilfinnanlegt tjón væri að ræða, því á meðal þess sem tekið var væru sex hnakkar, tvær Didda dýnur, mikið af beislabúnaði og öðrum búnaði. Hann hefur heitið þeim verðlaunum sem getur gefið einhverjar vísbendingar um hvað varð af reiðtygjunum og beinir því til fólks að vera á verði sé verið að bjóða því mikið magn af notuðum reiðtygjum til sölu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×