Menning

Golffíkill í fitubollubolta

"Ég er mikið í golfi og stunda fótbolta einu sinni í viku. Ég fer alltof lítið í ræktina finnst mér en það er vegna þess að það er mikið að gera hjá mér. Ég er með lítinn grísling heima sem var að verða eins árs þannig að ég er heima hálfan daginn og hálfan daginn í vinnunni," segir Jón Gunnar. "Ég byrjaði í golfi í fyrrasumar með félögum mínum og við erum svo sannarlega komnir með golffíknina. Meira að segja orðnir félagar í Setbergi. Ég fer alltaf einu sinni í viku í golf á veturna og er í einhverri kennslu og er að reyna að geta eitthvað í þessu sporti. En þetta er rosa góð hreyfing. Endalaust labb," segir Jón Gunnar sem er líka liðtækur í boltanum. "Ég er í fitubollubolta einu sinni í viku með gömlum fótboltakempum sem voru að æfa þegar þeir voru yngri. Það er rosa stuð - sviti og hiti." En getur Jón Gunnar gert upp á milli þessara tveggja íþróttagreina? "Á sumrin togar golfið meira í mig en boltinn. En boltinn togar svo sem líka í mann þar sem ég fæ meiri útrás í boltanum en golfinu. En golfið er heillandi því ég er kominn á þennan aldur. Við golffélagarnir eru allir um og yfir þrítugt. Ég hreyfi mig alltof lítið en ég ætla að breyta því á nýbyrjuðu ári. Það er áramótaheitið."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.