Innlent

Áramótin í Reykjavík

Áramótin fóru vel fram í Reykjavík líkt og um síðustu áramót. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík var talsverð ölvun á gamlárskvöld og mikið fólk á ferli. Eitthvað var um ryskingar en allt minniháttar. Um miðnætti á gamlárskvöld brenndist maður sem stóð yfir skottertu sem hann var að kveikja í á Skólavörðuholti, en reyndust meiðslin ekki alvarleg. Lögreglan hafði afskipti af manni sem skaut af haglabyssu í íbúð í austurbæ Reykjavíkur á nýársnótt. Margir voru inn í íbúðinni en engan sakaði. Lögreglan lagði hald á haglabyssu og skot og færði manninn til yfirheyrslu. Þá voru tveir menn staðnir að verki við að brjótast inn í hárgreiðslustofu í Austurbæ á nýársnótt. Annar var handtekinn á staðnum en hinn á flótta.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×