Innlent

Rifrildi um ökugjald

Leigubílstjóri var bitinn í hálsinn af farþega í miðbæ Reykjavíkur á þriðja tímanum aðfaranótt sunnudags. Þegar komið var á leiðarenda upphófst rifrildi um ökugjald vegna ferðarinnar milli farþega og leigubílstjóra og endaði það með því að farþeginn beit leigubílstjórann í hálsinn þannig að húðflipi losnaði frá hálsi hans. Farþeginn fékk að gista fangageymslu lögreglunnar um nóttina og var yfirheyrður næsta dag. Samkvæmt lögreglunni í Reykjavík var árásarmaðurinn ölvaður. Leigubílstjórinn var sendur á Landspítala-háskólasjúkrahús til aðhlynningar og fékk að fara heim í gær og voru meiðslin ekki alvarleg að sögn vakthafandi læknis á slysadeild.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×