Innlent

Met í lögregluútköllum

Nýtt met var slegið á aðfangadag jóla í tilkynningum til lögreglu um ölvun, hemiliserjur og almenn leiðindi. Geirjón Þórisson yfirlögregluþjónn segir að þetta sé því miður alþekkt fyrirbæri á aðfangadag þótt nú hafi verið slegið nýtt met. Það kom lögreglu á óvart hve útköllin voru mörg. Geirjón segist ekki geta sagt til um hvað valdi. Geirjón segir að starf lögreglumanna sé að takast á við þessar dekkri hliðar tilverunnar en þetta gefi þó engan megin almenna mynd af jólahaldinu. Drykkja er t.a.m. orðin minni á Þorláksmessu en á árum áður og ekki þurfi mörg tilvik til að tölfræðin breytist hvað varðar útköll um jólin .



Fleiri fréttir

Sjá meira


×