Innlent

Íslensk neyðarsveit til Tælands?

Til stendur að Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin fari til hamfarasvæðanna í dag til að sækja Svía. Lið lækna, hjúkrunarfræðinga og bjögunarsveitarmanna er ferðbúið. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra bauð sænskum stjórnvöldum aðstoðina og er beðið svara þaðan. Ætlunin er að sækja slasaða Svía og flytja þá heim. Að minnsta kosti fjórir læknar, tæpur tugur hjúkrunarfræðinga og 9 rústabjörgunarmenn eru ferðbúnir. Hugsanlega fara björgunarsveitarmenn með til starfa ytra en ekki er ákveðið hversu margir. Félagar í Hjálparsveit skáta í Kópavogi undirbjuggu brottför í gær en gert verður ráð fyrir allt að fimm daga úthaldi, hið mesta.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×