Innlent

Guðfaðirinn heiðraður

Edduverðlaunin voru veitt í sjöunda sinn við hátíðlega athöfn á Hótel Nordica í gærkvöld. Við það tækifæri var Vilhjálmur Hjálmarsson úr Mjóafirði, fyrrum menntamálaráðherra, heiðraður.

"Það má segja að hann sé guðfaðir greinarinnar því hann var sá sem endanlega kom því í gegn að Kvikmyndasjóður og Kvikmyndasafn voru sett á laggirnar árið 1978 og án þessara stofnana væri bransinn ekki til," segir Ásgrímur Sverrisson, stjórnarmaður í Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunni.

"Það sem er einkennandi fyrir þessa hátíð í ár er þessi alþjóðlegi blær á tilnefningunum sem er bara staðfesting á því hvað íslensk kvikmyndagerð er orðin alþjóðleg," segir Ásgrímur.

Vel á annað hundruð manns komu að þessari hátíð sem er sú stærsta sem haldin hefur verið. "Hún hefur stækkað á hverju ári og er nú orðin helmingi stærri en hún var á sínu fyrsta ári," segir Ásgrímur og hvarf svo í mannhafið á Hótel Nordica í gærkvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×