Einokun og auðhringar 4. nóvember 2005 06:00 Rætt var um einokun og auðhringa í Silfri Egils 23. október. Viðmælendur Egils Helgasonar voru Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, og Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Var m.a. rætt um baráttu Morgunblaðsins og Sjálfstæðisflokksins fyrir því, að sett verði lög um auðhringa. Valgerður taldi að nýsett lög um samkeppniseftirlit nægðu og segja mætti, að þar væri um að ræða lög gegn hringamyndun. Samkeppnisreglur EES tækju einnig til Íslands. Ingibjörg Sólrún sagði, að nýsett lög um samkeppniseftirlit væru veikari en eldri lög um samkeppnisstofun. Stjórnarmeirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefði veikt lögin á alþingi. Samfylkingin hefði verið andvíg því að veikja lögin. Það væri því alrangt sem haldið væri fram í Morgunblaðinu, að það stæði á Samfylkingunni í þessu efni. Fram kom í þætti Egils að nefndin sem samdi álit og frumvarp um samkeppniseftirlit hefði lagt fram strangara lagafrumvarp heldur en ráðherra og þingmeirihluti stjórnarinnar hefði viljað samþykkja. Samfylkingin hefði viljað samþykkja strangari útgáfuna. Af framangreindu er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn og Morgunblaðið eru á villigötum í málflutningi sínum um einokun og auðhringa. Talað er eins og það vanti lög um þessi mál. En það er nýbúið að setja lög um þetta efni. Í þessum lögum eru heimildir til þess að breyta skipulagi fyrirtækja, ef þau brjóta lög um samkeppnismál. Það eru nægar heimildir í lögunum um aðgerðir gegn fyrirtækjum, ef þau gerast sek um skaðlegar samkeppnishömlur. Hins vegar verða menn að gera sér ljóst að það er ekki bannað að reka stór fyrirtæki ef þau fara að settum reglum. Það kom skýrt fram í Silfri Egils að Framsókn vill ekki setja strangari lög um samkeppnismál en þegar hafa verið sett. Framsókn vill heldur ekki strangari lög um eignarhald á fjölmiðlum en sátt náðist um milli allra flokka í fjölmiðlanefndinni. Svo virðist því, sem forysta Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi formaður tali fyrir daufum eyrum þegar krafist er strangari ákvæða um einokun, auðhringa og fjölmiðla. Raunar er krafa forustu Sjálfstæðisflokksins undarleg þegar haft er í huga, að nýlega er búið að setja lög um samkeppniseftirlit. Sjálfstæðisflokkurinn átti fulla aðild að þeirri lagasetningu og flutti engar tillögur um að ganga lengra en gert var. Svo virðist því sem "krafa" forustu Sjálfstæðisflokksins nú um lög gegn hringamyndun sé sett fram til málamynda,sennilega til þess að þóknast fyrrverandi formanni flokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Rætt var um einokun og auðhringa í Silfri Egils 23. október. Viðmælendur Egils Helgasonar voru Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, og Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Var m.a. rætt um baráttu Morgunblaðsins og Sjálfstæðisflokksins fyrir því, að sett verði lög um auðhringa. Valgerður taldi að nýsett lög um samkeppniseftirlit nægðu og segja mætti, að þar væri um að ræða lög gegn hringamyndun. Samkeppnisreglur EES tækju einnig til Íslands. Ingibjörg Sólrún sagði, að nýsett lög um samkeppniseftirlit væru veikari en eldri lög um samkeppnisstofun. Stjórnarmeirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefði veikt lögin á alþingi. Samfylkingin hefði verið andvíg því að veikja lögin. Það væri því alrangt sem haldið væri fram í Morgunblaðinu, að það stæði á Samfylkingunni í þessu efni. Fram kom í þætti Egils að nefndin sem samdi álit og frumvarp um samkeppniseftirlit hefði lagt fram strangara lagafrumvarp heldur en ráðherra og þingmeirihluti stjórnarinnar hefði viljað samþykkja. Samfylkingin hefði viljað samþykkja strangari útgáfuna. Af framangreindu er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn og Morgunblaðið eru á villigötum í málflutningi sínum um einokun og auðhringa. Talað er eins og það vanti lög um þessi mál. En það er nýbúið að setja lög um þetta efni. Í þessum lögum eru heimildir til þess að breyta skipulagi fyrirtækja, ef þau brjóta lög um samkeppnismál. Það eru nægar heimildir í lögunum um aðgerðir gegn fyrirtækjum, ef þau gerast sek um skaðlegar samkeppnishömlur. Hins vegar verða menn að gera sér ljóst að það er ekki bannað að reka stór fyrirtæki ef þau fara að settum reglum. Það kom skýrt fram í Silfri Egils að Framsókn vill ekki setja strangari lög um samkeppnismál en þegar hafa verið sett. Framsókn vill heldur ekki strangari lög um eignarhald á fjölmiðlum en sátt náðist um milli allra flokka í fjölmiðlanefndinni. Svo virðist því, sem forysta Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi formaður tali fyrir daufum eyrum þegar krafist er strangari ákvæða um einokun, auðhringa og fjölmiðla. Raunar er krafa forustu Sjálfstæðisflokksins undarleg þegar haft er í huga, að nýlega er búið að setja lög um samkeppniseftirlit. Sjálfstæðisflokkurinn átti fulla aðild að þeirri lagasetningu og flutti engar tillögur um að ganga lengra en gert var. Svo virðist því sem "krafa" forustu Sjálfstæðisflokksins nú um lög gegn hringamyndun sé sett fram til málamynda,sennilega til þess að þóknast fyrrverandi formanni flokksins.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun