Innlent

Ótrúlegar skýringar segir Byko

Ásdís Halla Bragadóttir
Ásdís Halla Bragadóttir

Auglýsingastofan Gott fólk segir Húsasmiðjuna verða að upp­lýsa um hvernig standi á að aug­­lýs­­ing fyrir­­tækis­­ins hafi verið nauða­­lík annarri óbirtri sem auglýsinga­stofan vann fyrir Byko.

"Okkur finnst gróf­lega brotið á rétti okkar," segir Ingvar Sverris­son, annar fram­kvæmda­stjóra Góðs fólks. "Með ólík­in­dum er að tveir risar á bygg­inga­vöru­markaði skuli koma fram með ná­kvæm­lega sömu hug­mynd­ina á sama tíma." Hann segir fyrirtækið hafa lagst yfir að kanna allt upplýsingaöryggi hjá sér og hefur ekki útlilokað að málið verði kært.

Steinn Logi Björns­son, for­stjóri Húsa­smið­junnar, segir til­vilj­un hafa ráðið hversu lík­ar dag­blaða­aug­lýs­ingarnar voru. "Ef ég hefði séð aug­lýs­ingu Byko hefði ég að sjálf­sögðu ekki gert alveg eins aug­lýs­ingu, það er nátt­úr­lega fá­rán­legt," segir hann og upp­lýs­ir að fyrir­tæk­ið hafi dreg­ið álykt­un um yfirvofandi auglýsingaherferð Byko af til­fall­andi tali tvegg­ja manna. "Fyrst við vorum til­búnir með her­ferð sem var búin að bíða í nokkurn tíma ákváð­um við bara að vera á undan." Hann áréttar þó að Húsasmiðjumenn hafi hvorki séð auglýsingar frá keppinautnum né haft um það vissu hvort, eða hve­nær þær kæmu.

Ásdís Halla Bragadóttir, for­stjóri Byko, segir ábyrgðar­hluta að lýsa yfir verð­vernd og því hafi málið verið undir­bú­ið mjög vand­lega og reynt að trygg­ja nokkra leynd yfir her­ferð­inni fram á síðustu stundu. "Mér finnst til­viljun­in ótrú­leg að bæði fyrir­tæk­in lýsi því yfir sama dag að þau taki upp verð­vernd og að upp­legg­ið í aug­lýs­ingu Húsa­smiðj­unn­ar sé efnis­lega það sama og hjá Byko. Tilviljunin er svo ótrúleg að þeir hljóta að hafa fengið trún­að­ar­upp­lýs­ing­ar í þessu tvegg­ja manna tali. Mér finnst dapur­legt að þær skuli hafa borist þeim og enn dapur­leg­ra að þeir skyldu mis­nota þær með þeim hætti sem þeir gerðu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×