Innlent

Æ fleiri selja flugelda

Flugeldasala nær hámarki í dag en sölustaðir flugelda eru tæplega fimmtíu í ár. Sölustöðum hefur fjölgað um fimmtung frá því í fyrra og ber æ meira á því að einkafyrirtæki keppi við björgunarsveitir og íþróttafélög um hituna. "Flugeldasalan er mjög sérstök að því leyti að hún fer nánast öll fram á einum sólarhring," segir Lúðvík Georgsson, KR-flugeldum en að sögn Lúðvíks seljast áttatíu prósent allra flugelda frá klukkan fjögur þann 30. desember til klukkan fjögur á gamlársdag. "Hefðin segir að fólk kaupi flugeldana sína á þessum sólarhring."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×