Alvarlega slösuðum fækkar mest 31. desember 2004 00:01 Tuttugu og þrír hafa látist í umferðarslysum það sem af er árinu. Jafnmargir létust í umferðinni í fyrra en voru 29 árið 2002. Sigurður Helgason, hjá Umferðarstofu, segir mesta árangurinn undanfarin ár hafa verið í fækkun þeirra sem slasast alvarlega. Átta létust í umferðinni í júlí, ágúst og september. "Það er svo skrítið að stór hluti banaslysa verður um hábjartan dag þegar skilyrði eru hvað best. Þá er eins og fólk keyri hraðar, taki meiri áhættu," segir Sigurður. Hann segir jafnframt áberandi að þeir útlendingar sem deyja í umferðinni hér eru oft ekki í bílbeltum. Að meðaltali látast 24 í umferðinni ár hvert og var fjöldi banaslysa fyrir tuttugu árum svipaður og hann er nú þó umferðin sé helmingi meiri. "Hvert slys er einu slysi of mikið. Mesti árangurinn virðist vera í fækkun slasaðra. Ég hef á tilfinningunni að færri hafi slasast alvarlega í umferðinni í ár heldur en í fyrra sem þó var besta árið í tuttugu ár," segir Sigurður. Á síðasta ári slösuðust 145 alvarlega en árið 1984 voru þeir 419 talsins. Sigurður segir mestu muna um bílbeltin og öruggari bíla og nefnir tilvik þar sem fólk stígur lítið eða óslasað út úr gjörónýtum bílum. Langflest banaslysa verða í dreifbýli innan við eitt hundrað kílómetra fjarlægð frá Reykjavík. Hraðinn er meiri út á þjóðvegunum en Sigurður segir hraðan þó vera skaplegri í nágrenni við höfuðborgina en á móti komi meiri umferð. Hann segir árekstra og útafakstra vera mest áberandi þegar horft er til banaslysa síðasta árs. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Sjá meira
Tuttugu og þrír hafa látist í umferðarslysum það sem af er árinu. Jafnmargir létust í umferðinni í fyrra en voru 29 árið 2002. Sigurður Helgason, hjá Umferðarstofu, segir mesta árangurinn undanfarin ár hafa verið í fækkun þeirra sem slasast alvarlega. Átta létust í umferðinni í júlí, ágúst og september. "Það er svo skrítið að stór hluti banaslysa verður um hábjartan dag þegar skilyrði eru hvað best. Þá er eins og fólk keyri hraðar, taki meiri áhættu," segir Sigurður. Hann segir jafnframt áberandi að þeir útlendingar sem deyja í umferðinni hér eru oft ekki í bílbeltum. Að meðaltali látast 24 í umferðinni ár hvert og var fjöldi banaslysa fyrir tuttugu árum svipaður og hann er nú þó umferðin sé helmingi meiri. "Hvert slys er einu slysi of mikið. Mesti árangurinn virðist vera í fækkun slasaðra. Ég hef á tilfinningunni að færri hafi slasast alvarlega í umferðinni í ár heldur en í fyrra sem þó var besta árið í tuttugu ár," segir Sigurður. Á síðasta ári slösuðust 145 alvarlega en árið 1984 voru þeir 419 talsins. Sigurður segir mestu muna um bílbeltin og öruggari bíla og nefnir tilvik þar sem fólk stígur lítið eða óslasað út úr gjörónýtum bílum. Langflest banaslysa verða í dreifbýli innan við eitt hundrað kílómetra fjarlægð frá Reykjavík. Hraðinn er meiri út á þjóðvegunum en Sigurður segir hraðan þó vera skaplegri í nágrenni við höfuðborgina en á móti komi meiri umferð. Hann segir árekstra og útafakstra vera mest áberandi þegar horft er til banaslysa síðasta árs.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Sjá meira