Menning

Af hverju ekki rjúpu í forrétt?

Gordon Lee Winship, matreiðslumaður á Einari Ben, er Breti frá Newcastle sem hefur búið á Íslandi í tæp sex ár. Hann unir hag sínum vel og finnst jólaundibúningur Íslendinga skemmtilegur og spennandi. "Í Bretlandi er það aðallega fylltur kalkúnn um jól meðan hér er meiri fjölbreytni í jóla- og áramótamatnum. Ég myndi þó örugglega bjóða upp á dádýr og skoska rjúpu í Bretlandi, ásamt fasana og akurhænum." Gordon tekur íslensku rjúpuna fram yfir þá skosku sem er mildari. "En hafa skal það sem hendi er næst," segir hann. Hann bendir þó á að skoska rjúpan sé mjög ljúffeng og sniðugt að nota hana sem forrétt." Það er kannski heldur dýrt að vera með rjúpu í aðalrétt þar sem hún hefur rokið upp í verði síðustu ár, en það er ekki þar með sagt að maður þurfi að sleppa henni alveg. Af hverju ekki að hafa hana bara í forrétt? Hér er mín hugmynd að góðum rjúpuforrétti og ljúffengri dádýrasteik í aðalrétt. "





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.