Innlent

Skattrannsókn á fjármálum Baugs

Skattayfirvöld þurfa að taka ákvörðun um endurálagningu skatta á Baug í síðasta lagi á morgun annars fyrnist hluti af málinu sem snýr að ríkisskattstjóra. Hvorki Indriði Þorláksson ríkisskattstjóri né Skúli Eggert Þórðarson skattrannsóknarstjóri vilja tjá sig um mál Baugs. Skúli Eggert segir hins vegar að samkvæmt lögum þurfi endurákvörðun skattayfirvalda fara fram innan sex ára frá því að viðkomandi skattgreiðandi sendir framtal. Ef slík endurákvörðun náist ekki áður en þessi tími sé liðinn falli skattkrafan niður. Það gerist sárasjaldan en hafi þó komið fyrir. Að frumkvæði skattayfirvalda er ríkislögreglustjóri einnig með ákveðin mál sem snerta fjármál Baugs til skoðunar en þau fyrnast ekki um áramótin. Skúli Eggert segist ekki geta tjáð sig um rannsókn ríkislögreglustjóra. Hann segir hins vegar að mál séu almennt ekki send honum nema hugsanleg brot séu talin varða verulegum fjárhæðum eða að þau nái yfir langan tíma.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×