Viðskipti innlent

Verðbólgan við þolmörk

Tvísýnt er hvort verðbólgan í desember, sem er mæld í byrjun janúar, fer yfir fjögur prósent eða ekki. Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, segir að verðbólgan megi ekki hækka um meira en 0,1 prósent til að fara yfir þolmörkin. Ekki er þó víst að svo fari. Landsbanki Íslands hefur t.d. spáð því að verðbólgan lækki. "Útsölurnar hafa verið að færast fram á við á undanförnum árum og það hefur vegið á móti þessum opinberu verðhækkunum. Fyrstu dagarnir í janúar skipta máli. Það er þá sem mælingin er gerð," segir Arnór.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×