Menning

Nýtt lyf við sykursýki 1

Nýtt lyf sem gæti læknað sykursýki 1 verður prófað á sjúklingum innan tíðar. Vísindamenn við Kings College í Lundúnum og Bristol-háskóla hafa valið 72 sjúklinga sem munu reyna lyfið í vor. Vonir standa til að lyfið stöðvi eyðileggingu á frumunum sem framleiða insúlín, en insúlín er manninum nauðsynlegt til að brjóta niður sykur. Ef tilraunin gengur vel verða fleiri sjúklingar fengnir til að prófa lyfið í samvinnu við lækna og Rannsóknarstofu um sykursýki á Bretlandi. Þeir sem þjást af sykursýki 1 veikjast yfirleitt ungir, eða innan við fertugt. Þeir þurfa að sprauta sig með insúlíni á hverjum degi því annars hækkar blóðsykurinn lífshættulega. Vísindamenn hafa lengi leitað leiða til að lækna sjúkdóminn, og eftir að hafa prófað nýja lyfið á músum með góðum árangri telja þeir sig tilbúna til að prófa efnið frekar. Þeir vonast til að í framtíðinni verði hægt að lækna sjúkdóminn um leið og hans verður vart og koma jafnvel alveg í veg fyrir hann.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.