Innlent

Vonskuveður fyrir austan

Ófært var vegna vonskuveðurs um mestallt Austurland frá því á aðfangadagskvöld og þar til í gær, þegar veðrið lagaðist og farið var að ryðja vegi. Björgunarsveitin á Seyðisfirði var kölluð út á aðfaranótt jóladags til að festa niður þakplötur á skemmu í bænum. Björgunarsveitin var aftur kölluð til vegna fimm bíla sem sátu fastir á Fjarðarheiði í gærmorgun. Lögreglan á Austurlandi segir allt hafa gengið vel þrátt fyrir vont veður, þar sem fólk hafi haldið sig innandyra og ekki verið á ferðinni fyrr en veður leyfði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×