Innlent

Næstum orðinn úti á jólanótt

Allar björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út rétt upp úr klukkan átta á aðfangadagskvöld til að leita að fertugum manni sem fór frá heimili sínu í Vogahverfinu um kvöldmatarleytið. Maðurinn var talsvert ölvaður þegar hann fór út og illa klæddur að því er talið var. Níutíu björgunarsveitarmenn og sporhundur leituðu mannsins í á þriðja tíma uns hann fannst loks fyrir framan mannlaust fyrirtæki í Skútuvogi klukkan 22:30. Þar hafði hann lagst fyrir og var orðinn mjög kaldur þegar að var komið. Farið var með manninn á slysadeild Landspítalans í Fossvogi en hann er nú kominn til síns heima.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×