Innlent

Þagnarskyldan mismunandi

Þagnarskylda lögreglumanna er mismunandi eftir málefnum og aðstæðu hverju sinni og metin í samræmi við það í hverju tilviki fyrir sig. Jón H. B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar hjá Ríkislögreglustjóra, segir að mörg atriði geti haft áhrif á það hvort menn telji rétt og eðlilegt að tjá sig og hvaða upplýsingar séu þá gefnar. Sjálfur segist hann sjá um upplýsingagjöf til fjölmiðla hjá embættinu. Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, hefur lýst undrun sinni á tímasetningunni á fréttum um að Skattrannsóknastjóri hafi vísað hluta af rannsókn sinni til embættis Ríkislögreglustjóra og verið með vangaveltur um það hvort þagnarskylda hafi verið brotin þar sem fréttin hafi lekið út. Jón segist ekki hafa neitt um þetta að segja en sér þyki þetta ekki ástæða til að rannsóknar. Jón vill ekki segja neitt um það hver dómvenjan sé í málum af sama tagi og rannsóknin á Baugi. Með því væri hann að gefa upp efnisatriðin í rannsókninni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×