Prentsmiðjan rifin 21. desember 2004 00:01 Prentsmiðja Morgunblaðsins í Kringlunni verður rifin og í staðinn byggt verslunarhúsnæði með atvinnustarfsemi og íbúðum ef áætlanir kaupandans, Klasa hf., ganga eftir. Hugsanlegt er að ritstjórnarskrifstofur Morgunblaðsins verði nýttar undir sameinaðan skóla þegar sameining Tækniháskólans og Háskólans í Reykjavík hefur komið til framkvæmda. Stjórn Árvakurs lýsti nýlega yfir að ákveðið hefði verið að flytja alla starfsemi Morgunblaðsins í nýtt húsnæði í Hádegismóa og gamla húsnæðið selt fasteignafélaginu Klasa hf. Hin selda eign er 7.000 fermetrar á stærð auk eignarlóðar í Kringlunni. Kaupverðið er samtals tveir milljarðar króna. Klasar greiða 1,5 milljarða fyrir fasteignir og lóðarrétt í Kringlunni eða um 215 þúsund krónur á fermetrann. Til viðbótar mun Klasi reisa nýtt 3.900 fermetra húsnæði í Hádegismóum fyrir 570 milljónir króna, eða rúmlega 146 milljónir á fermetrann. Gjarnan er talað um að viðmiðunarverð á nýbyggingu sé 150 þúsund krónur þannig að ljóst er að verðið í Kringlunni er hátt. Ragnar Atli Guðmundsson, framkvæmdastjóri Klasa, segir að verðið fyrir lóð og fasteignir Morgunblaðsins sé vissulega hátt en þarna sé um eina verðmætustu lóðina á landinu að ræða. Björn Þorri Viktorsson, formaður Félags fasteignsala, segir að staðsetning skipti stöðugt meira máli í fasteignaviðskiptum og lóðin hafi meiri áhrif á verð en áður. "Staðsetning skiptir miklu meira máli í verðlagningu í dag en hún hefur gert á liðnum árum. Þetta á bæði við um atvinnuhúsnæði og íbúðir. Við sjáum um þrefaldan mun á hæsta og lægsta fermetraverði á höfuðborgarsvæðinu í dag." Klasi hf. er nýstofnað fasteignafélag í eigu Íslandsbanka. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Sjá meira
Prentsmiðja Morgunblaðsins í Kringlunni verður rifin og í staðinn byggt verslunarhúsnæði með atvinnustarfsemi og íbúðum ef áætlanir kaupandans, Klasa hf., ganga eftir. Hugsanlegt er að ritstjórnarskrifstofur Morgunblaðsins verði nýttar undir sameinaðan skóla þegar sameining Tækniháskólans og Háskólans í Reykjavík hefur komið til framkvæmda. Stjórn Árvakurs lýsti nýlega yfir að ákveðið hefði verið að flytja alla starfsemi Morgunblaðsins í nýtt húsnæði í Hádegismóa og gamla húsnæðið selt fasteignafélaginu Klasa hf. Hin selda eign er 7.000 fermetrar á stærð auk eignarlóðar í Kringlunni. Kaupverðið er samtals tveir milljarðar króna. Klasar greiða 1,5 milljarða fyrir fasteignir og lóðarrétt í Kringlunni eða um 215 þúsund krónur á fermetrann. Til viðbótar mun Klasi reisa nýtt 3.900 fermetra húsnæði í Hádegismóum fyrir 570 milljónir króna, eða rúmlega 146 milljónir á fermetrann. Gjarnan er talað um að viðmiðunarverð á nýbyggingu sé 150 þúsund krónur þannig að ljóst er að verðið í Kringlunni er hátt. Ragnar Atli Guðmundsson, framkvæmdastjóri Klasa, segir að verðið fyrir lóð og fasteignir Morgunblaðsins sé vissulega hátt en þarna sé um eina verðmætustu lóðina á landinu að ræða. Björn Þorri Viktorsson, formaður Félags fasteignsala, segir að staðsetning skipti stöðugt meira máli í fasteignaviðskiptum og lóðin hafi meiri áhrif á verð en áður. "Staðsetning skiptir miklu meira máli í verðlagningu í dag en hún hefur gert á liðnum árum. Þetta á bæði við um atvinnuhúsnæði og íbúðir. Við sjáum um þrefaldan mun á hæsta og lægsta fermetraverði á höfuðborgarsvæðinu í dag." Klasi hf. er nýstofnað fasteignafélag í eigu Íslandsbanka.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Sjá meira