Matvöruverð lækkar við kaupin 18. desember 2004 00:01 Matvöruverð lækkar á Íslandi með kaupum Baugs og annarra fjárfesta á bresku verslanakeðjunni Big Food Group, segir forstjóri Baugs. Ef hluthafar keðjunnar samþykkja formlegt yfirtökutilboð, eignast Íslendingar eitt stærsta einkahlutafélag í Bretlandi. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, og fulltrúar annarra fjárfesta náðu samkomulagi um fjármögnun yfirtökutilboðs í Big Food Group í gærkvöldi. Kaupverð nemur 670 milljónum punda, eða rúmlega áttatíu milljörðum króna. Heildarfjármögnun nemur rúmlega 900 milljónum punda, eða rúmlega 112 milljörðum króna, en semja þurfti einnig um rekstrarfjármögnun sem hljóðaði upp á 30 milljarða. KB-banki, Landsbankinn og Bank of Scotland standa að fjármögnuninni. Formlegt tilboð þeirra verður lagt fyrir hluthafafund ytra í lok janúar og ef minnst 75 prósent þeirra samþykkja það ganga kaupin í gegn. Þar með eignast Íslendingar eitt stærsta einkahlutafélag á Bretlandseyjum, sem verður með yfir 600 milljarða króna ársveltu, og verslunum Baugs í Bretlandi fjölgar í 2300. Fjöldi starfsmanna verður um 50 þúsund. Stefnt er að því að að Baugur og aðrir meðfjárfestar taki við breska félaginu 11. febrúar á næsta ári. Með kaupunum eignast meðal annars Baugur 43% í Big Food Group, Burðarás 11,6%, félög í eigu Pálma Haraldssonar 8,9%, og hlutur Kaupþings í bresku verslanakeðjunni verður 5,4%. Jón Ásgeir segir þetta stórt skref í útrásinni og það langstærsta sem Baugur hafi tekið. Hann segir þetta sýna að fyrirtækinu sé treyst til að takast á við svo stórt verkefni. Stefnt er að því að skipta Big Food Group upp í þrjár einingar: matvörukeðjurnar Booker og Iceland og fasteignafélag í eigu hluthafa. Markmiðið með því er að ná fram hagræðingu og sparnaði. Spurður hvaða áhrif þessi kaup Baugs ytra muni hafa á starfsemi félagsins hér á landi segir Jón Ásgeir að strax á næsta ári munu innkaupsverð Haga, dótturfyrirtækis Baugs sem m.a. rekur Bónusverslanirnar, batna sem eigi að geta skilað sér í lægra vöruverði. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Matvöruverð lækkar á Íslandi með kaupum Baugs og annarra fjárfesta á bresku verslanakeðjunni Big Food Group, segir forstjóri Baugs. Ef hluthafar keðjunnar samþykkja formlegt yfirtökutilboð, eignast Íslendingar eitt stærsta einkahlutafélag í Bretlandi. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, og fulltrúar annarra fjárfesta náðu samkomulagi um fjármögnun yfirtökutilboðs í Big Food Group í gærkvöldi. Kaupverð nemur 670 milljónum punda, eða rúmlega áttatíu milljörðum króna. Heildarfjármögnun nemur rúmlega 900 milljónum punda, eða rúmlega 112 milljörðum króna, en semja þurfti einnig um rekstrarfjármögnun sem hljóðaði upp á 30 milljarða. KB-banki, Landsbankinn og Bank of Scotland standa að fjármögnuninni. Formlegt tilboð þeirra verður lagt fyrir hluthafafund ytra í lok janúar og ef minnst 75 prósent þeirra samþykkja það ganga kaupin í gegn. Þar með eignast Íslendingar eitt stærsta einkahlutafélag á Bretlandseyjum, sem verður með yfir 600 milljarða króna ársveltu, og verslunum Baugs í Bretlandi fjölgar í 2300. Fjöldi starfsmanna verður um 50 þúsund. Stefnt er að því að að Baugur og aðrir meðfjárfestar taki við breska félaginu 11. febrúar á næsta ári. Með kaupunum eignast meðal annars Baugur 43% í Big Food Group, Burðarás 11,6%, félög í eigu Pálma Haraldssonar 8,9%, og hlutur Kaupþings í bresku verslanakeðjunni verður 5,4%. Jón Ásgeir segir þetta stórt skref í útrásinni og það langstærsta sem Baugur hafi tekið. Hann segir þetta sýna að fyrirtækinu sé treyst til að takast á við svo stórt verkefni. Stefnt er að því að skipta Big Food Group upp í þrjár einingar: matvörukeðjurnar Booker og Iceland og fasteignafélag í eigu hluthafa. Markmiðið með því er að ná fram hagræðingu og sparnaði. Spurður hvaða áhrif þessi kaup Baugs ytra muni hafa á starfsemi félagsins hér á landi segir Jón Ásgeir að strax á næsta ári munu innkaupsverð Haga, dótturfyrirtækis Baugs sem m.a. rekur Bónusverslanirnar, batna sem eigi að geta skilað sér í lægra vöruverði.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira