Báðir dæmdir í 15 mánaða fangelsi 17. desember 2004 00:01 Salvar Halldór Björnsson og Sigurjón Gunnsteinsson voru dæmdir, í Héraðsdómi Reykjaness, í fimmtán mánaða fangelsi hvor, fyrir innflutning á tæpum 325 grömmum af kókaíni. Fíkniefnin komu þeir með frá Amsterdam í Hollandi í byrjun desember fyrir ári síðan. Við komuna til landsins voru þeir klæddir í keppnisgalla hnefaleikamanna merktum Íslandi og íslenska fánanum þannig að ætla hefði mátt að keppnismenn væru á ferð. Báðir hafa játað á sig innflutninginn, en segja efnin hafa verið til eigin nota og að hvor beri bara ábyrgð á sínum hluta. Sigurjón var með 49 grömm af kókaíni falin í sokkum sínum og um 100,3 grömm í endaþarmi. Salvar var hins vegar með 165,6 grömm í endaþarminum. Efnin sögðust þeir hafa keypt í fyllerísrugli. Dómurinn féllst á það með ákæruvaldinu að þeir hafi í sameiningu staðið að fíkniefnakaupunum. Jafnframt tali dómurinn fíkniefnin ætluð að verulegu leyti til sölu hér á landi í hagnaðarskyni en magn efnisins var mikið og það mjög hreint. Skilorðsbinding kom ekki til álita vegna eðli og alvarleika brotanna sem mennirnir frömdu í sameiningu. Báðir neituðu þeir Salvar og Sigurjón því að hafa farið utan með það að markmiði að smygla kókaíni í miklu magni til landsins. Þeir segja aðaltilgang fararinnar hafa verið að kaupa hnefaleikabúnað fyrir mann sem ætlaði að setja upp æfingastöð í Hveragerði. Þeir keyptu hnefaleikaæfingabúnað fyrir nálægt því 150 þúsund krónur og kókaín fyrir tæp 800 þúsund. Salvar var einnig sakfelldur fyrir tollalagabrot þar sem hann greiddi ekki toll af 45 boxhönskum og þremur höfuðhlífum, samtals að verðmæti um 85 þúsund krónur. Sagðist hann hafa staðið einn að þeim innflutningi en Sigurjón var einnig ákærður fyrir sama brot. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Sjá meira
Salvar Halldór Björnsson og Sigurjón Gunnsteinsson voru dæmdir, í Héraðsdómi Reykjaness, í fimmtán mánaða fangelsi hvor, fyrir innflutning á tæpum 325 grömmum af kókaíni. Fíkniefnin komu þeir með frá Amsterdam í Hollandi í byrjun desember fyrir ári síðan. Við komuna til landsins voru þeir klæddir í keppnisgalla hnefaleikamanna merktum Íslandi og íslenska fánanum þannig að ætla hefði mátt að keppnismenn væru á ferð. Báðir hafa játað á sig innflutninginn, en segja efnin hafa verið til eigin nota og að hvor beri bara ábyrgð á sínum hluta. Sigurjón var með 49 grömm af kókaíni falin í sokkum sínum og um 100,3 grömm í endaþarmi. Salvar var hins vegar með 165,6 grömm í endaþarminum. Efnin sögðust þeir hafa keypt í fyllerísrugli. Dómurinn féllst á það með ákæruvaldinu að þeir hafi í sameiningu staðið að fíkniefnakaupunum. Jafnframt tali dómurinn fíkniefnin ætluð að verulegu leyti til sölu hér á landi í hagnaðarskyni en magn efnisins var mikið og það mjög hreint. Skilorðsbinding kom ekki til álita vegna eðli og alvarleika brotanna sem mennirnir frömdu í sameiningu. Báðir neituðu þeir Salvar og Sigurjón því að hafa farið utan með það að markmiði að smygla kókaíni í miklu magni til landsins. Þeir segja aðaltilgang fararinnar hafa verið að kaupa hnefaleikabúnað fyrir mann sem ætlaði að setja upp æfingastöð í Hveragerði. Þeir keyptu hnefaleikaæfingabúnað fyrir nálægt því 150 þúsund krónur og kókaín fyrir tæp 800 þúsund. Salvar var einnig sakfelldur fyrir tollalagabrot þar sem hann greiddi ekki toll af 45 boxhönskum og þremur höfuðhlífum, samtals að verðmæti um 85 þúsund krónur. Sagðist hann hafa staðið einn að þeim innflutningi en Sigurjón var einnig ákærður fyrir sama brot.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Sjá meira