Báðir dæmdir í 15 mánaða fangelsi 17. desember 2004 00:01 Salvar Halldór Björnsson og Sigurjón Gunnsteinsson voru dæmdir, í Héraðsdómi Reykjaness, í fimmtán mánaða fangelsi hvor, fyrir innflutning á tæpum 325 grömmum af kókaíni. Fíkniefnin komu þeir með frá Amsterdam í Hollandi í byrjun desember fyrir ári síðan. Við komuna til landsins voru þeir klæddir í keppnisgalla hnefaleikamanna merktum Íslandi og íslenska fánanum þannig að ætla hefði mátt að keppnismenn væru á ferð. Báðir hafa játað á sig innflutninginn, en segja efnin hafa verið til eigin nota og að hvor beri bara ábyrgð á sínum hluta. Sigurjón var með 49 grömm af kókaíni falin í sokkum sínum og um 100,3 grömm í endaþarmi. Salvar var hins vegar með 165,6 grömm í endaþarminum. Efnin sögðust þeir hafa keypt í fyllerísrugli. Dómurinn féllst á það með ákæruvaldinu að þeir hafi í sameiningu staðið að fíkniefnakaupunum. Jafnframt tali dómurinn fíkniefnin ætluð að verulegu leyti til sölu hér á landi í hagnaðarskyni en magn efnisins var mikið og það mjög hreint. Skilorðsbinding kom ekki til álita vegna eðli og alvarleika brotanna sem mennirnir frömdu í sameiningu. Báðir neituðu þeir Salvar og Sigurjón því að hafa farið utan með það að markmiði að smygla kókaíni í miklu magni til landsins. Þeir segja aðaltilgang fararinnar hafa verið að kaupa hnefaleikabúnað fyrir mann sem ætlaði að setja upp æfingastöð í Hveragerði. Þeir keyptu hnefaleikaæfingabúnað fyrir nálægt því 150 þúsund krónur og kókaín fyrir tæp 800 þúsund. Salvar var einnig sakfelldur fyrir tollalagabrot þar sem hann greiddi ekki toll af 45 boxhönskum og þremur höfuðhlífum, samtals að verðmæti um 85 þúsund krónur. Sagðist hann hafa staðið einn að þeim innflutningi en Sigurjón var einnig ákærður fyrir sama brot. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Salvar Halldór Björnsson og Sigurjón Gunnsteinsson voru dæmdir, í Héraðsdómi Reykjaness, í fimmtán mánaða fangelsi hvor, fyrir innflutning á tæpum 325 grömmum af kókaíni. Fíkniefnin komu þeir með frá Amsterdam í Hollandi í byrjun desember fyrir ári síðan. Við komuna til landsins voru þeir klæddir í keppnisgalla hnefaleikamanna merktum Íslandi og íslenska fánanum þannig að ætla hefði mátt að keppnismenn væru á ferð. Báðir hafa játað á sig innflutninginn, en segja efnin hafa verið til eigin nota og að hvor beri bara ábyrgð á sínum hluta. Sigurjón var með 49 grömm af kókaíni falin í sokkum sínum og um 100,3 grömm í endaþarmi. Salvar var hins vegar með 165,6 grömm í endaþarminum. Efnin sögðust þeir hafa keypt í fyllerísrugli. Dómurinn féllst á það með ákæruvaldinu að þeir hafi í sameiningu staðið að fíkniefnakaupunum. Jafnframt tali dómurinn fíkniefnin ætluð að verulegu leyti til sölu hér á landi í hagnaðarskyni en magn efnisins var mikið og það mjög hreint. Skilorðsbinding kom ekki til álita vegna eðli og alvarleika brotanna sem mennirnir frömdu í sameiningu. Báðir neituðu þeir Salvar og Sigurjón því að hafa farið utan með það að markmiði að smygla kókaíni í miklu magni til landsins. Þeir segja aðaltilgang fararinnar hafa verið að kaupa hnefaleikabúnað fyrir mann sem ætlaði að setja upp æfingastöð í Hveragerði. Þeir keyptu hnefaleikaæfingabúnað fyrir nálægt því 150 þúsund krónur og kókaín fyrir tæp 800 þúsund. Salvar var einnig sakfelldur fyrir tollalagabrot þar sem hann greiddi ekki toll af 45 boxhönskum og þremur höfuðhlífum, samtals að verðmæti um 85 þúsund krónur. Sagðist hann hafa staðið einn að þeim innflutningi en Sigurjón var einnig ákærður fyrir sama brot.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira