Innlent

Beiðni um rannsókn vegna mannsláts

Aðstandendur gamals manns sem lést eftir að hafa dottið á Hrafnistu í Reykjavík hafa lagt inn beiðni um rannsókn á málinu til embættis lögreglustjórans í Reykjavík. Beiðnin barst í fyrradag, að sögn Egils Stephensen saksóknara hjá embættinu. Aðstandendurnir telja sig ekki hafa fengið nægar skýringar á því sem gerðist áður en gamli maðurinn lést. Hann var á níræðisaldri og var vistmaður á Hrafnistu. Hann hafði dottið þar, verið færður upp á herbergi sitt, en hrakaði og var síðan fluttur á sjúkrahús nálægt því níu tímum síðar. Þar kom í ljós að blætt hafði inn á heila og maðurinn var lamaður öðru megin. Hann lést svo um viku síðar á sjúkrahúsinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×