Kauphöllinni boðið í OMX 15. desember 2004 00:01 Mikill áhugi er á því hjá sameinaðri kauphöll Danmerkur, Finnlands, Svíþjóðar og Eystrasaltslandanna, sem standa að OMX samstarfinu, að fá Ísland og Noreg inn í samstarfið. Enn á eftir að taka afstöðu til þess í stjórn Kauphallarinnar hvernig brugðist verði við þessum áhuga. "Staðan er sú að við höfum ekki tekið ákvörðun um þetta en stefnan hefur hingað til verið sú að við viljum auka og dýpka Norex samstarfið, sem við erum í ásamt Norðmönnum og OMX kauphöllinni," segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands. "Það hefur verið stefna okkar að halda kauphöllunum sjálfstæðum en dýpka Norex samstarfið og ná þannig fram sem mestu af hagræðinu með sameiginlegu viðskiptakerfi, sameiginlegum kauphallarreglum og fleiri sviðum þar sem þegar hefur náðst góður árangur. Við munum hins vegar skoða það mjög rækilega á næstunni hvort það sé skynsamlegt fyrir okkur að fara svipaða leið og Danir eða halda okkur við þá stefnu sem við höfum fylgt hingað til," segir hann. Danska kauphöllin gekk inn í OMX samstarfið gegn skilyrðum sem tryggja eiga sjálfstæði dönsku kauphallarinnar. Þar á meðal hafa Danirnir komið upp ráðgjafanefnd sem hefur neitunarvald yfir breytingum á reglum. Þróunin í kauphöllum Norðurlandanna er aukið samstarf sem felst meðal annars í því að viðskiptavinir hafa mun greiðari aðgang að tilboðum sem berast í bréf sem skráð eru í öðrum löndum. Þannig nær viðskiptakerfið yfir öll félög sem skráð eru í kauphallir aðildarlandanna. "Það er verið að stofna til þess að viðskiptakerfi, tilboðskerfi og uppgjörskerfi verði hin sömu þannig að viðskipti milli landa verði mjög auðveld," segir hann. Að sögn Þórðar eru skiptar skoðanir um það hér á landi hvort sameining við erlendar kauphallir sé skynsamlegur kostur. "Það eru áreiðanlega ákveðin hagkvæmnisrök fyrir því að fara í svona samruna en á móti því eru heimamarkaðsrök sem fela í sér einfaldlega þá spurningu hvort unnt sé að veita markaðnum hér sömu þjónustu sem OMX kauphöll eins og við getum sem Kauphöll Íslands. Þessi sjónarmið þurfa menn að brjóta til mergjar og vega og meta," segir hann. Að mati Þórðar er líklegt að sameining við OMX kauphallirnar komi til með að auðvelda erlendum fyrirtækjum skráningu á Íslandi en það hefur verið yfirlýst markmið Kauphallar Íslands að laða til sína erlend fyrirtæki, einkum á sviði sjávarútvegs, til skráningar hér á landi. Viðskipti Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Mikill áhugi er á því hjá sameinaðri kauphöll Danmerkur, Finnlands, Svíþjóðar og Eystrasaltslandanna, sem standa að OMX samstarfinu, að fá Ísland og Noreg inn í samstarfið. Enn á eftir að taka afstöðu til þess í stjórn Kauphallarinnar hvernig brugðist verði við þessum áhuga. "Staðan er sú að við höfum ekki tekið ákvörðun um þetta en stefnan hefur hingað til verið sú að við viljum auka og dýpka Norex samstarfið, sem við erum í ásamt Norðmönnum og OMX kauphöllinni," segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands. "Það hefur verið stefna okkar að halda kauphöllunum sjálfstæðum en dýpka Norex samstarfið og ná þannig fram sem mestu af hagræðinu með sameiginlegu viðskiptakerfi, sameiginlegum kauphallarreglum og fleiri sviðum þar sem þegar hefur náðst góður árangur. Við munum hins vegar skoða það mjög rækilega á næstunni hvort það sé skynsamlegt fyrir okkur að fara svipaða leið og Danir eða halda okkur við þá stefnu sem við höfum fylgt hingað til," segir hann. Danska kauphöllin gekk inn í OMX samstarfið gegn skilyrðum sem tryggja eiga sjálfstæði dönsku kauphallarinnar. Þar á meðal hafa Danirnir komið upp ráðgjafanefnd sem hefur neitunarvald yfir breytingum á reglum. Þróunin í kauphöllum Norðurlandanna er aukið samstarf sem felst meðal annars í því að viðskiptavinir hafa mun greiðari aðgang að tilboðum sem berast í bréf sem skráð eru í öðrum löndum. Þannig nær viðskiptakerfið yfir öll félög sem skráð eru í kauphallir aðildarlandanna. "Það er verið að stofna til þess að viðskiptakerfi, tilboðskerfi og uppgjörskerfi verði hin sömu þannig að viðskipti milli landa verði mjög auðveld," segir hann. Að sögn Þórðar eru skiptar skoðanir um það hér á landi hvort sameining við erlendar kauphallir sé skynsamlegur kostur. "Það eru áreiðanlega ákveðin hagkvæmnisrök fyrir því að fara í svona samruna en á móti því eru heimamarkaðsrök sem fela í sér einfaldlega þá spurningu hvort unnt sé að veita markaðnum hér sömu þjónustu sem OMX kauphöll eins og við getum sem Kauphöll Íslands. Þessi sjónarmið þurfa menn að brjóta til mergjar og vega og meta," segir hann. Að mati Þórðar er líklegt að sameining við OMX kauphallirnar komi til með að auðvelda erlendum fyrirtækjum skráningu á Íslandi en það hefur verið yfirlýst markmið Kauphallar Íslands að laða til sína erlend fyrirtæki, einkum á sviði sjávarútvegs, til skráningar hér á landi.
Viðskipti Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira