Innlent

Skeljungur hótar skaðabótakröfu

Skeljungur hefur mótmælt því að Atlantsolía fái að reisa sjálfsafgreiðslustöð á lóð Teits Jónassonar hf. við Dalsveg í Kópavogi við hliðina á bensínstöð Skeljungs. Í bréfi til skipulagsnefndar Kópavogs segir að vegna nálægðar við bensínstöð Skeljungs muni breytingin leiða til minni eldsneytissölu fyrirtækisins og verulegs fjárhagstjóns. Í núverandi skipulagi er heimild fyrir bensíndælu á lóðinni. Því þykir fyrirtækinu ljóst að það eigi skaðabótakröfu á hendur Kópavogsbæ verði að því að Atlantsolía fá að reisa stöðina. Er vísað í því efni til auglýsingar skipulagsstjóra Kópavogs frá því í nóvember þar sem segir að telji einstaklingur sig verða fyrir tjóni samfara breytingunni muni bæjaryfirvöld taka að sér að bæta það. Gunnsteinn Sigurðsson, formaður skipulagsnefndar Kópavogs, segir að málið sé nú á borði nefndarinnar og verði tekið fyrir á næsta fundi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×