Bílar keyptir á uppboði á ebay 14. desember 2004 00:01 Sprenging hefur orðið í innflutningi einstaklinga á bílum frá Bandaríkjunum. Bíleigendur eru nú í auknum mæli farnir að notfæra sér Netið til að kaupa sér bíl og panta sér jafnvel bíl á uppboðsvefnum ebay.com. Dæmi eru um að menn hafi borgað hundruðum þúsunda króna minna fyrir bílana með því að kaupa þá sjálfir í Bandaríkjunum en þeir hefðu borgað fyrir þá hérlendis. Jónas Þór Steinarsson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, segir að þessi áhugi einstaklinga á bílakaupum í Bandaríkjunum haldist í hendur við lágt gengi dollarans. Aukningin hafi í raun hafist í fyrra þegar dollarinn byrjaði að lækka. Hann segir að vissulega fylgi því áhætta að kaupa bíl á Netinu. Fólk geti bæði verið heppið og óheppið. Dæmi séu um að menn hafi óaðvitandi keypt bíla sem hafi lent í tjóni og séu skráðir tjónabílar. Það geti reynst mönnum dýrkeypt því erfitt geti reynst að losna við slíka bíla hérlendis. Pallbílar vinsælir Töluvert hefur borið á bandarískum pallbílum á vegum landsins undanfarið. Samkvæmt upplýsingum frá tollstjóraembættinu er helsta skýringin á því hversu lágt vörugjaldið er af þessum bílum. Pallbílarnir eru flokkaðir sem atvinnubifreiðar og bera því lægri vörugjöld en einkabifreiðar eða aðeins 13 prósent. Líklegt er að þessu verði breytt því eins og greint var frá í Fréttablaðinu fyrir mánuði síðan er fjármálaráðuneytið að skoða til hvaða ráðstafana megi grípa til að tryggja að ökutæki sem bera þrettán prósenta vörugjald verði einungis notuð í atvinnuskyni.Fréttablaðið ræddi við mann sem keypti sér nýlega bíl á ebay og sagðist hann hæstánægður. Maðurinn sem vildi ekki láta nafn síns getið segist sjálfur hafa farið út og skoðað bílinn áður en hann hafi gengið endanlega frá kaupunum. Þannig hafi hann getað gengið úr skugga um að ekkert væri að bílnum sem hann var að flytja heim til Íslands. Hjá embætti Tollstjórans í Reykjavík fengust þær upplýsingar að innflutningur einstaklinga á bifreiðum frá Bandaríkjunum hefðu aukist talsvert undanfarna mánuði. Þegar verið er að flytja inn bíl erlendis frá borgar einstaklingar þrenns konar opinber gjöld: vörugjald, virðisaukaskatt og um þrjú þúsund króna úrvinnslugjald. Upphæð vörugjalds fer eftir stærð vélar bifreiðarinnar. Ef bíllinn er með minna en tveggja lítra vél þá er greitt 30 prósenta vörugjald en ef bíllinn er með með meira tveggja lítra vel þá er vörugjaldið 45 prósent. Vörugjaldið er greitt af upphæð sem samanstendur af kaupverði bílsins í Bandaríkjunum, flutningskostnaði og úrvinnslugjaldinu. Virðisaukaskatturinn, sem er 24,5 prósent, leggst síðan ofan á heildarupphæðina, það er eftir að vörugjaldið hefur bæst við kaupverð, flutningskostnað og úrvinnslugjaldið. Dæmi um kaup á Grand Cherokee Limited árgerð 2003 Ebay:Ísland: Kaupverð 1.350.000 Flutningur 180.000 Úrvinnslugjald 3.000 Vörugjald (45%) 690.000 Virðisaukakattur(24,5%) 545.000 Endanlegt verð 2.768.000 3.816.000 Bíllinn sem um ræðir er 8 cyl., sjálfskiptur með leðursætum og miklum staðabúnaði. Hann er ekinn undir 100 kílómetrum. Verðið á Íslandi er viðmiðunarverð hjá Bílgreinasambandinu. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Sprenging hefur orðið í innflutningi einstaklinga á bílum frá Bandaríkjunum. Bíleigendur eru nú í auknum mæli farnir að notfæra sér Netið til að kaupa sér bíl og panta sér jafnvel bíl á uppboðsvefnum ebay.com. Dæmi eru um að menn hafi borgað hundruðum þúsunda króna minna fyrir bílana með því að kaupa þá sjálfir í Bandaríkjunum en þeir hefðu borgað fyrir þá hérlendis. Jónas Þór Steinarsson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, segir að þessi áhugi einstaklinga á bílakaupum í Bandaríkjunum haldist í hendur við lágt gengi dollarans. Aukningin hafi í raun hafist í fyrra þegar dollarinn byrjaði að lækka. Hann segir að vissulega fylgi því áhætta að kaupa bíl á Netinu. Fólk geti bæði verið heppið og óheppið. Dæmi séu um að menn hafi óaðvitandi keypt bíla sem hafi lent í tjóni og séu skráðir tjónabílar. Það geti reynst mönnum dýrkeypt því erfitt geti reynst að losna við slíka bíla hérlendis. Pallbílar vinsælir Töluvert hefur borið á bandarískum pallbílum á vegum landsins undanfarið. Samkvæmt upplýsingum frá tollstjóraembættinu er helsta skýringin á því hversu lágt vörugjaldið er af þessum bílum. Pallbílarnir eru flokkaðir sem atvinnubifreiðar og bera því lægri vörugjöld en einkabifreiðar eða aðeins 13 prósent. Líklegt er að þessu verði breytt því eins og greint var frá í Fréttablaðinu fyrir mánuði síðan er fjármálaráðuneytið að skoða til hvaða ráðstafana megi grípa til að tryggja að ökutæki sem bera þrettán prósenta vörugjald verði einungis notuð í atvinnuskyni.Fréttablaðið ræddi við mann sem keypti sér nýlega bíl á ebay og sagðist hann hæstánægður. Maðurinn sem vildi ekki láta nafn síns getið segist sjálfur hafa farið út og skoðað bílinn áður en hann hafi gengið endanlega frá kaupunum. Þannig hafi hann getað gengið úr skugga um að ekkert væri að bílnum sem hann var að flytja heim til Íslands. Hjá embætti Tollstjórans í Reykjavík fengust þær upplýsingar að innflutningur einstaklinga á bifreiðum frá Bandaríkjunum hefðu aukist talsvert undanfarna mánuði. Þegar verið er að flytja inn bíl erlendis frá borgar einstaklingar þrenns konar opinber gjöld: vörugjald, virðisaukaskatt og um þrjú þúsund króna úrvinnslugjald. Upphæð vörugjalds fer eftir stærð vélar bifreiðarinnar. Ef bíllinn er með minna en tveggja lítra vél þá er greitt 30 prósenta vörugjald en ef bíllinn er með með meira tveggja lítra vel þá er vörugjaldið 45 prósent. Vörugjaldið er greitt af upphæð sem samanstendur af kaupverði bílsins í Bandaríkjunum, flutningskostnaði og úrvinnslugjaldinu. Virðisaukaskatturinn, sem er 24,5 prósent, leggst síðan ofan á heildarupphæðina, það er eftir að vörugjaldið hefur bæst við kaupverð, flutningskostnað og úrvinnslugjaldið. Dæmi um kaup á Grand Cherokee Limited árgerð 2003 Ebay:Ísland: Kaupverð 1.350.000 Flutningur 180.000 Úrvinnslugjald 3.000 Vörugjald (45%) 690.000 Virðisaukakattur(24,5%) 545.000 Endanlegt verð 2.768.000 3.816.000 Bíllinn sem um ræðir er 8 cyl., sjálfskiptur með leðursætum og miklum staðabúnaði. Hann er ekinn undir 100 kílómetrum. Verðið á Íslandi er viðmiðunarverð hjá Bílgreinasambandinu.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira