Baróninn haldinn norðurhjaradellu 13. desember 2004 00:01 Franskur barón kom til Íslands árið 1898 til þess að auðgast. Hann var haldinn norðurhjaradellu og taldi landið tilvalið til þess að hefja nýtt líf. En háleitir draumar hans og íslenskur veruleiki áttu ekki samleið, eins og fram kemur í heimildaskáldsögunni Baróninn eftir Þórarin Eldjárn. Baróninn og aðalsmaðurinn, Charles Gauldrée Boilleau, var tónlistarmaður og mikill heimsborgari sem ákvað að koma til Íslands og reyna að finna sjálfan sig í íslenskri sveit, órafjarri umbrotum heimsmenningarinnar. Skömmu eftir að hann kom til landsins árið 1898 keypti hann jörðina Hvítárvelli í Borgarfirði og hóf þar búskap, og hafa Íslendingar gjarnan kallað hann baróninn á Hvítárvöllum. En hann kom líka við sögu í Reykjavík því gatan Barónsstígur heitir eftir honum. Fyrir fimmtán árum rakst Þórarinn Eldjárn rithöfundur á sögu barónsins í skráðum frásögnum og þótti honum saga hans vera einstaklega heillandi þar sem andstæðurnar væru miklar. Og því meira sem hann las um hann, því dularfyllri varð hann. „Það auðvitað kallar á skáldskap þannig að þetta er ekki sagnfræðiverk heldur skáldsaga,“ segir Þórarinn. Með baróninum í för til Íslands var 18 ára maður og sögðust þeir vera frændur. Það reyndist ekki rétt og spruttu ýmsar sögur um samband þeirra. Í sögu Þórarins kemur fram að stórbrotnar hugmyndir barónsins hafi ekki fallið í frjóan jarðveg hér á landi. Hann var líklega haldinn norðurhjaradellu að sögn höfundarins sem segir það hafa verið þekkt fyrirbæri á meðal heldri manna á þessum tíma sem höfðu ferðast víða. „Ég held að hann hafi séð í landinu bæði einhvern hreinleika og möguleika á að byrja upp á nýtt því hann var ábyggilega kominn í einhvers konar þrot í sínu lífi og starfi,“ segir Þórarinn sem telur að baróninn hafi ekki náð að fóta sig hér á landi vegna þess hve þjóðfélagið var frumstætt og hugmyndir hans því ekki gengið upp. Bókmenntir Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Franskur barón kom til Íslands árið 1898 til þess að auðgast. Hann var haldinn norðurhjaradellu og taldi landið tilvalið til þess að hefja nýtt líf. En háleitir draumar hans og íslenskur veruleiki áttu ekki samleið, eins og fram kemur í heimildaskáldsögunni Baróninn eftir Þórarin Eldjárn. Baróninn og aðalsmaðurinn, Charles Gauldrée Boilleau, var tónlistarmaður og mikill heimsborgari sem ákvað að koma til Íslands og reyna að finna sjálfan sig í íslenskri sveit, órafjarri umbrotum heimsmenningarinnar. Skömmu eftir að hann kom til landsins árið 1898 keypti hann jörðina Hvítárvelli í Borgarfirði og hóf þar búskap, og hafa Íslendingar gjarnan kallað hann baróninn á Hvítárvöllum. En hann kom líka við sögu í Reykjavík því gatan Barónsstígur heitir eftir honum. Fyrir fimmtán árum rakst Þórarinn Eldjárn rithöfundur á sögu barónsins í skráðum frásögnum og þótti honum saga hans vera einstaklega heillandi þar sem andstæðurnar væru miklar. Og því meira sem hann las um hann, því dularfyllri varð hann. „Það auðvitað kallar á skáldskap þannig að þetta er ekki sagnfræðiverk heldur skáldsaga,“ segir Þórarinn. Með baróninum í för til Íslands var 18 ára maður og sögðust þeir vera frændur. Það reyndist ekki rétt og spruttu ýmsar sögur um samband þeirra. Í sögu Þórarins kemur fram að stórbrotnar hugmyndir barónsins hafi ekki fallið í frjóan jarðveg hér á landi. Hann var líklega haldinn norðurhjaradellu að sögn höfundarins sem segir það hafa verið þekkt fyrirbæri á meðal heldri manna á þessum tíma sem höfðu ferðast víða. „Ég held að hann hafi séð í landinu bæði einhvern hreinleika og möguleika á að byrja upp á nýtt því hann var ábyggilega kominn í einhvers konar þrot í sínu lífi og starfi,“ segir Þórarinn sem telur að baróninn hafi ekki náð að fóta sig hér á landi vegna þess hve þjóðfélagið var frumstætt og hugmyndir hans því ekki gengið upp.
Bókmenntir Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira