Loksins eitthvað fyrir karlana 10. desember 2004 00:01 "Þetta er alveg nýtt hér á landi og ekki í neinni annarri Vero Moda-verslun í heiminum svo ég viti. Markmiðið hjá okkur er að bæta þjónustu um jólin því það er oft mikið að gera. Oft reynist erfitt að velja gjöf handa konunni en við leggjum okkur fram við að koma með sniðugar hugmyndir að jólagjöfum. Þá hjálpum við karlmönnum að minnka álagið vegna jólainnkaupa," segir Auðbjörg Óskarsdóttir hjá Vero Moda. "Karlmenn geta hringt í okkur og gefið okkur hugmyndir um að hverju þeir eru að leita fyrir konuna sína, til dæmis uppáhaldslit eða ákveðnar flíkur. Þeir koma með sínar hugmyndir, ef svo er, og við finnum eitthvað sem hentar hverjum og einum. Síðan panta þeir tíma sem hentar til að koma í verslunina og skoða það sem við höfum valið fyrir þá. Þessi þjónusta er mun sneggri og persónulegri og sleppa karlmenn algjörlega við það að bíða í biðröð eftir því að borga. Þeir geta þá farið að huga að hinum jólagjöfunum og jólastressinu. Karlmenn, leyfið okkur að hjálpa ykkur að gleðja konuna um jólin," segir Auðbjörg en Vero Moda leitar í sífellu að nýjum leiðum til að gera þjónustuna betri. Hægt er að nýta sér þessa þjónustu í verslunum Vero Moda í Kringlunni og Smáralind öll kvöld fram til jóla. Til að panta tíma er hringt í síma 660 3505 fyrir Kringluna og 660 3506 fyrir Smáralind. Einnig er hægt að senda email á sigrun@veromoda.is Jól Mest lesið Óþarfi að flækja málin Jól Breska konungsfjölskyldan komin í jólapeysur Jól Ó, Jesúbarn blítt Jól Var stundum kallaður Jesús Jólin Jóladagatal Vísis: Fermingin hans Bjarka Jólin Rjúpur og rómantík Jólin Forfallinn kökukarl Jólin Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Jóladagatal Vísis: Ógleymanleg töfrabrögð Jóns Arnórs Jólin Jóla-Jóna er mesta jólabarnið á Ísafirði Jólin
"Þetta er alveg nýtt hér á landi og ekki í neinni annarri Vero Moda-verslun í heiminum svo ég viti. Markmiðið hjá okkur er að bæta þjónustu um jólin því það er oft mikið að gera. Oft reynist erfitt að velja gjöf handa konunni en við leggjum okkur fram við að koma með sniðugar hugmyndir að jólagjöfum. Þá hjálpum við karlmönnum að minnka álagið vegna jólainnkaupa," segir Auðbjörg Óskarsdóttir hjá Vero Moda. "Karlmenn geta hringt í okkur og gefið okkur hugmyndir um að hverju þeir eru að leita fyrir konuna sína, til dæmis uppáhaldslit eða ákveðnar flíkur. Þeir koma með sínar hugmyndir, ef svo er, og við finnum eitthvað sem hentar hverjum og einum. Síðan panta þeir tíma sem hentar til að koma í verslunina og skoða það sem við höfum valið fyrir þá. Þessi þjónusta er mun sneggri og persónulegri og sleppa karlmenn algjörlega við það að bíða í biðröð eftir því að borga. Þeir geta þá farið að huga að hinum jólagjöfunum og jólastressinu. Karlmenn, leyfið okkur að hjálpa ykkur að gleðja konuna um jólin," segir Auðbjörg en Vero Moda leitar í sífellu að nýjum leiðum til að gera þjónustuna betri. Hægt er að nýta sér þessa þjónustu í verslunum Vero Moda í Kringlunni og Smáralind öll kvöld fram til jóla. Til að panta tíma er hringt í síma 660 3505 fyrir Kringluna og 660 3506 fyrir Smáralind. Einnig er hægt að senda email á sigrun@veromoda.is
Jól Mest lesið Óþarfi að flækja málin Jól Breska konungsfjölskyldan komin í jólapeysur Jól Ó, Jesúbarn blítt Jól Var stundum kallaður Jesús Jólin Jóladagatal Vísis: Fermingin hans Bjarka Jólin Rjúpur og rómantík Jólin Forfallinn kökukarl Jólin Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Jóladagatal Vísis: Ógleymanleg töfrabrögð Jóns Arnórs Jólin Jóla-Jóna er mesta jólabarnið á Ísafirði Jólin