Skaðabótamál í undirbúningi 8. desember 2004 00:01 Bæði einstaklingar og fyrirtæki undirbúa skaðabótamál á hendur olíufélögunum vegna meints verðsamráðs. Lögfræðingur, sem tekið hefur málið að sér fyrir Neytendasamtökin, segir hvern þann sem getur sýnt fram á að hann hafi átt viðskipti við félögin geta látið reyna á rétt sinn. Á þriðja tug manna hefur sett sig í samband við Neytendasamtökin vegna úrskurðar Samkeppnisráðs um að olíufélögin hafi haft með sér verðsamráð frá árunum 1993 til 2001. Að sögn formanns Neytendasamtakanna hefur stjórn samtakanna ekki endanleg ákvörðun um málsókn ekki verið tekin, þótt allt bendi til þess að forsenda sé fyrir henni. Eggert B. Ólafsson héraðsdómslögmaður hefur verið fenginn til verksins en hann segist ekki geta skotið á það hve háar skaðabótakröfur fólksins gætu orðið. Fólkið myndi höfða skaðabótamál í eigin nafni en Neytendasamtökin taka skellinn, eða kostnaðinn, sem af slíku dómsmáli kynni að hljótast. Málshöfðun byggir á því hvað viðkomandi hefði átt að borga hefðu félögin ekki haft með sér verðsamráð og því er nauðsynlegt að nótur um bensínkaup á tímabilinu liggi fyrir. Það gæti því fjölgað í hópnum. Eggert segir að allir sem hafa eitthvað í höndunum til að styðja sínar kröfur, og hægt er að reikna meint tjón út frá, geti látið reyna á málshöfðun gegn olíufélögunum. Búast má við að langur tími líði áður en niðurstaða fæst í málið en væntanlega verður látið reyna á 53. ákvæði EES samningsins sem bannar verðsamráð og markaðsskiptingu En það eru ekki bara einstaklingar sem eru að kanna réttarstöðu sína gagnvart olíufélögunum þessa dagana því það sama er uppi á teningnum hjá mörgum fyrirtækjum. Hjá þeim gæti verið um verulegar fjárhæðir að ræða en kannski ekki hjá hinum almenna neytenda. Þar má geta sér til að gremja eða siðferðiskennd ráði för. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sjá meira
Bæði einstaklingar og fyrirtæki undirbúa skaðabótamál á hendur olíufélögunum vegna meints verðsamráðs. Lögfræðingur, sem tekið hefur málið að sér fyrir Neytendasamtökin, segir hvern þann sem getur sýnt fram á að hann hafi átt viðskipti við félögin geta látið reyna á rétt sinn. Á þriðja tug manna hefur sett sig í samband við Neytendasamtökin vegna úrskurðar Samkeppnisráðs um að olíufélögin hafi haft með sér verðsamráð frá árunum 1993 til 2001. Að sögn formanns Neytendasamtakanna hefur stjórn samtakanna ekki endanleg ákvörðun um málsókn ekki verið tekin, þótt allt bendi til þess að forsenda sé fyrir henni. Eggert B. Ólafsson héraðsdómslögmaður hefur verið fenginn til verksins en hann segist ekki geta skotið á það hve háar skaðabótakröfur fólksins gætu orðið. Fólkið myndi höfða skaðabótamál í eigin nafni en Neytendasamtökin taka skellinn, eða kostnaðinn, sem af slíku dómsmáli kynni að hljótast. Málshöfðun byggir á því hvað viðkomandi hefði átt að borga hefðu félögin ekki haft með sér verðsamráð og því er nauðsynlegt að nótur um bensínkaup á tímabilinu liggi fyrir. Það gæti því fjölgað í hópnum. Eggert segir að allir sem hafa eitthvað í höndunum til að styðja sínar kröfur, og hægt er að reikna meint tjón út frá, geti látið reyna á málshöfðun gegn olíufélögunum. Búast má við að langur tími líði áður en niðurstaða fæst í málið en væntanlega verður látið reyna á 53. ákvæði EES samningsins sem bannar verðsamráð og markaðsskiptingu En það eru ekki bara einstaklingar sem eru að kanna réttarstöðu sína gagnvart olíufélögunum þessa dagana því það sama er uppi á teningnum hjá mörgum fyrirtækjum. Hjá þeim gæti verið um verulegar fjárhæðir að ræða en kannski ekki hjá hinum almenna neytenda. Þar má geta sér til að gremja eða siðferðiskennd ráði för.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sjá meira