Bylting á íbúðalánamarkaði Þórlindur Kjartansson skrifar 29. nóvember 2004 00:01 Það fer ekki framhjá neinum að veruleg vatnaskil hafa orðið í fjármögnun ibúðarhúsnæðis fyrir einstaklinga. Flestum ber saman um að breytingarnar megi rekja beint til þeirra breytinga sem urðu á starfsemi Íbúðalánasjóðs þann 1. júlí sl. þegar hætt var útgáfu sérstakra íbúðabréfa en stofnunin hóf þess í stað hefðbundna lánastarfsemi en fjármagnar sjálfur útlán sín með skuldabréfaútgáfu á frjálsum markaði. Í kjölfar þessara breytinga skapaðist færi fyrir bankana til að koma inn á þennan markað. KB banki reið á vaðið fyrstur þegar hann bauð 4,4 prósent vexti og allt að 80 prósent lánshlutfall á höfuðborgarsvæðinu. Hinir bankarnir voru ekki lengi að svara og fljótlega fóru allir bankarnir að bjóða sömu kjör víðast hvar um landið. Íbúðalánasjóður hefur svo lækkað vexti sína - nú síðast í 4,15 prósent. Þessu svöruðu bankarnir umsvifalaust og bjóða nú allir 4.15 prósent vexti. Íslandsbanki var fyrstur til að bjóða 100 prósent veðsetningarhlutfall - en nú bjóða þetta allir bankarnir. Auk þess hefur afbrigðum íbúðalána fjölgað verulega og nú stendur venjulegum einstaklingum til boða mýgrútur ólíkra valkosta. Þetta hefur óneitanlega í för með sér að það er vandasamara að taka ákvörðun um fjármögnun íbúðarhúsnæðis en áður. Á það ber hins vegar að líta að fyrir skemmstu höfðu einstaklingar í raun aðeins einn valkost þegar kom að því að taka stærstu og mikilvægustu lán sem hver einstaklingur tekur. Flestir eru þvi sammála því að breytingin á markaðinum sé til mikils góðs. Viðvörunarraddir hafa frá upphafi bent á að þessir auknu möguleikar kunni að verða til þess að fólk taki út stærra lán en það þarf og verji mismuninum í neyslu hvers kyns óþrafa sem hafi vond áhrif á hagkerfið - sé þenslu og verðbólguhvetjandi - og grafi undan fjárhagslegum burðum fólks. Fáar vísbendingar eru til þess að þessar bölsýnisspár séu að rætast - enda eru svartsýnismennirnir vafalaust hinir sömu og töldu víst að með því að leyfa sölu bjórs á landinu væri verið að steypa þjóðinni í algjöran voða og að hér yrði varla hægt að finna nokkurn alsgáðan mann eftir klukkan þrjú á daginn þar sem allir dyttu í ölið á hádegi. Að ýmsu er að huga þegar tekin er ákvörðun um hvernig lánafyrirkomulag hentar best. Bankarnir bjóða ýmist upp á fasta vexti eða breytilega, þeir bjóða upp á lán í erlendum myntum, lánstíminn er mislangur og misjafnlega sveigjanlegur og svo mætti lengi telja. Þótt allir bankarnir bjóði sömu vaxtaprósentuna er því ekki þar með sagt að verið sé að bjóða sömu vöruna alls staðar. Það er gleðilegt að svo margir möguleikar standi fólki til boða. Fyrst núna sést hversu óeðlilegt ástandið var þegar ríkisstofnun hafði algjöra einokun á því að lána fólki fé til íbúðakaupa. Samkeppnin sem nú hefur verið hrundið af stað sýnir þetta þótt líklegt sé að staða Íbúðalánasjóðs verði enn um sinn mjög sterk á markaðinum þá er samkeppni bankanna komin til að vera og mun vafalaust verða einstaklingum í landinu til meiri hagsbóta en flesta grunar nú. Það er ekki langt þangað til menn geta bætt setningunni: "Og allir þurftu að fá lán hjá Íbúðalánasjóði" við upptalninguna: "Einu sinni þurfti að sækja sérstaklega um að kaupa gjaldeyri á Íslandi, það var bannað að kaupa bjór og ekkert sjónvarp á fimmtudögum." Þórlindur Kjartansson thkjart@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Þórlindur Kjartansson Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Það fer ekki framhjá neinum að veruleg vatnaskil hafa orðið í fjármögnun ibúðarhúsnæðis fyrir einstaklinga. Flestum ber saman um að breytingarnar megi rekja beint til þeirra breytinga sem urðu á starfsemi Íbúðalánasjóðs þann 1. júlí sl. þegar hætt var útgáfu sérstakra íbúðabréfa en stofnunin hóf þess í stað hefðbundna lánastarfsemi en fjármagnar sjálfur útlán sín með skuldabréfaútgáfu á frjálsum markaði. Í kjölfar þessara breytinga skapaðist færi fyrir bankana til að koma inn á þennan markað. KB banki reið á vaðið fyrstur þegar hann bauð 4,4 prósent vexti og allt að 80 prósent lánshlutfall á höfuðborgarsvæðinu. Hinir bankarnir voru ekki lengi að svara og fljótlega fóru allir bankarnir að bjóða sömu kjör víðast hvar um landið. Íbúðalánasjóður hefur svo lækkað vexti sína - nú síðast í 4,15 prósent. Þessu svöruðu bankarnir umsvifalaust og bjóða nú allir 4.15 prósent vexti. Íslandsbanki var fyrstur til að bjóða 100 prósent veðsetningarhlutfall - en nú bjóða þetta allir bankarnir. Auk þess hefur afbrigðum íbúðalána fjölgað verulega og nú stendur venjulegum einstaklingum til boða mýgrútur ólíkra valkosta. Þetta hefur óneitanlega í för með sér að það er vandasamara að taka ákvörðun um fjármögnun íbúðarhúsnæðis en áður. Á það ber hins vegar að líta að fyrir skemmstu höfðu einstaklingar í raun aðeins einn valkost þegar kom að því að taka stærstu og mikilvægustu lán sem hver einstaklingur tekur. Flestir eru þvi sammála því að breytingin á markaðinum sé til mikils góðs. Viðvörunarraddir hafa frá upphafi bent á að þessir auknu möguleikar kunni að verða til þess að fólk taki út stærra lán en það þarf og verji mismuninum í neyslu hvers kyns óþrafa sem hafi vond áhrif á hagkerfið - sé þenslu og verðbólguhvetjandi - og grafi undan fjárhagslegum burðum fólks. Fáar vísbendingar eru til þess að þessar bölsýnisspár séu að rætast - enda eru svartsýnismennirnir vafalaust hinir sömu og töldu víst að með því að leyfa sölu bjórs á landinu væri verið að steypa þjóðinni í algjöran voða og að hér yrði varla hægt að finna nokkurn alsgáðan mann eftir klukkan þrjú á daginn þar sem allir dyttu í ölið á hádegi. Að ýmsu er að huga þegar tekin er ákvörðun um hvernig lánafyrirkomulag hentar best. Bankarnir bjóða ýmist upp á fasta vexti eða breytilega, þeir bjóða upp á lán í erlendum myntum, lánstíminn er mislangur og misjafnlega sveigjanlegur og svo mætti lengi telja. Þótt allir bankarnir bjóði sömu vaxtaprósentuna er því ekki þar með sagt að verið sé að bjóða sömu vöruna alls staðar. Það er gleðilegt að svo margir möguleikar standi fólki til boða. Fyrst núna sést hversu óeðlilegt ástandið var þegar ríkisstofnun hafði algjöra einokun á því að lána fólki fé til íbúðakaupa. Samkeppnin sem nú hefur verið hrundið af stað sýnir þetta þótt líklegt sé að staða Íbúðalánasjóðs verði enn um sinn mjög sterk á markaðinum þá er samkeppni bankanna komin til að vera og mun vafalaust verða einstaklingum í landinu til meiri hagsbóta en flesta grunar nú. Það er ekki langt þangað til menn geta bætt setningunni: "Og allir þurftu að fá lán hjá Íbúðalánasjóði" við upptalninguna: "Einu sinni þurfti að sækja sérstaklega um að kaupa gjaldeyri á Íslandi, það var bannað að kaupa bjór og ekkert sjónvarp á fimmtudögum." Þórlindur Kjartansson thkjart@frettabladid.is
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun