Fækka slysum um 80-90% 29. nóvember 2004 00:01 Talið er að vel hönnuð mislæg gatnamót á mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar fækki slysum þar um 80-90 prósent. Á Umferðarþingi, sem haldið var af Umferðarstofu og Umferðarráði, var samþykkt að skora á borgaryfirvöld í Reykjavík að beita sér fyrir því að sem fyrst verði ráðist í gerð mislægra gatnamóta. Um gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar fara um 85 þúsund bílar á sólarhring. Á síðasta ári var breyting gerð á umferðarljósunum sem hefur skilað sér í færri slysum á fólki en þrátt fyrir það eru þau enn talin mestu slysagatnamót landsins. Samkvæmt upplýsingum frá Sambandi íslenskra tryggingarfélaga hefur tjónum enda fjölgað frá því breytingarnar voru gerðar. Enn verða um 110 slys ár hvert við gagnamótin þar sem 42 slasast. Meðaltjón á þessum gatnamótum kostar tryggingafélögin 78 milljónir á ári og ætla má að kostnaður þess sem tjónunum valda sé um 25 milljónir. Til viðbótar má bæta við 65-70 milljóna króna kostnaði sem þjóðfélagið ber. Það gera um 170 milljónir króna á ári. Ef sami árangur næðist með mislægum gatnamótum við Kringlumýrarbraut og Miklubraut og á þeim stöðum þar sem slík gatnamót hafa verið gerð er áætlað að fjöldi tjóna færi úr 110 niður í níu og að slysum á fólki myndi fækka úr 42 í þrjú. Þar er til dæmis vísað til gatnamóta við Miklubraut og Reykjanesbraut þar sem tjónum fækkaði úr 98 á ári í sjö. Formaður samgöngunefndar, Árni Þór Sigurðsson, segir að slys á fólki séu þær tölur sem borgaryfirvöld byggi sína stefnumótun á. Með það að leiðarljósi hefur borgarstjórn ákveðið að fara í framkvæmdir við gatnamótin sem fela meðal annars í sér að komið verði upp beygjuljósum í allar áttir og fjölgun akreina. Áætlaður kostnaður við þær framkvæmdir er um 200 milljónir króna, eða aðeins brotabrot af þeirri upphæð sem mislæg gatnamót myndu kosta. Auk þess að vera dýr segir formaður samgöngunefndar að á það hafi verið bent að þau yrðu ljót, myndu einungis flytja til umferðarhnúta og valda auknum umferðarþunga og hraða. Þrátt fyrir þær úrtölur hefur hugmyndum um mislæg gatnamót ekki verið ýtt út af borðinu hjá borgaryfirvöldum sem halda umhverfismati slíkra gatnamóta til streitu, þótt óvíst sé að þau verði nokkurn tíma að veruleika. Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir „Þannig jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg Sjá meira
Talið er að vel hönnuð mislæg gatnamót á mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar fækki slysum þar um 80-90 prósent. Á Umferðarþingi, sem haldið var af Umferðarstofu og Umferðarráði, var samþykkt að skora á borgaryfirvöld í Reykjavík að beita sér fyrir því að sem fyrst verði ráðist í gerð mislægra gatnamóta. Um gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar fara um 85 þúsund bílar á sólarhring. Á síðasta ári var breyting gerð á umferðarljósunum sem hefur skilað sér í færri slysum á fólki en þrátt fyrir það eru þau enn talin mestu slysagatnamót landsins. Samkvæmt upplýsingum frá Sambandi íslenskra tryggingarfélaga hefur tjónum enda fjölgað frá því breytingarnar voru gerðar. Enn verða um 110 slys ár hvert við gagnamótin þar sem 42 slasast. Meðaltjón á þessum gatnamótum kostar tryggingafélögin 78 milljónir á ári og ætla má að kostnaður þess sem tjónunum valda sé um 25 milljónir. Til viðbótar má bæta við 65-70 milljóna króna kostnaði sem þjóðfélagið ber. Það gera um 170 milljónir króna á ári. Ef sami árangur næðist með mislægum gatnamótum við Kringlumýrarbraut og Miklubraut og á þeim stöðum þar sem slík gatnamót hafa verið gerð er áætlað að fjöldi tjóna færi úr 110 niður í níu og að slysum á fólki myndi fækka úr 42 í þrjú. Þar er til dæmis vísað til gatnamóta við Miklubraut og Reykjanesbraut þar sem tjónum fækkaði úr 98 á ári í sjö. Formaður samgöngunefndar, Árni Þór Sigurðsson, segir að slys á fólki séu þær tölur sem borgaryfirvöld byggi sína stefnumótun á. Með það að leiðarljósi hefur borgarstjórn ákveðið að fara í framkvæmdir við gatnamótin sem fela meðal annars í sér að komið verði upp beygjuljósum í allar áttir og fjölgun akreina. Áætlaður kostnaður við þær framkvæmdir er um 200 milljónir króna, eða aðeins brotabrot af þeirri upphæð sem mislæg gatnamót myndu kosta. Auk þess að vera dýr segir formaður samgöngunefndar að á það hafi verið bent að þau yrðu ljót, myndu einungis flytja til umferðarhnúta og valda auknum umferðarþunga og hraða. Þrátt fyrir þær úrtölur hefur hugmyndum um mislæg gatnamót ekki verið ýtt út af borðinu hjá borgaryfirvöldum sem halda umhverfismati slíkra gatnamóta til streitu, þótt óvíst sé að þau verði nokkurn tíma að veruleika.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir „Þannig jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg Sjá meira