Innlent

Rætt við á annan tug manna

Rætt hefur verið við á annan tug manna sem lýsing níu ára stúlku, sem rænt var í Kópavogi á miðvikudaginn í síðustu viku, getur átt við. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn í Kópavogi, segir á þriðja tug ábendinga hafa borist lögreglunni en engin þeirra hafi leitt til handtöku. Maðurinn rændi stúlkunni og skildi hana eftir á Mosfellsheiði í slyddu, roki og myrkri. Ekki er talið að hann hafi beitt stúlkuna kynferðislegu ofbeldi. Allar ábendingar sem lögreglu hafa borist eru vegna manna sem lýsingin á við. Ekki hefur enn borist ábending frá neinum sem telur sig hafa séð stúlkuna fara upp í bíl með manninum. Stúlkan segir manninn hafa verið krúnurakaðan, með gleraugu með svartri umgjörð og með skeggtopp neðan við neðri vör. Bíllinn sem maðurinn ók er rauður með skotti, hugsanlega í líkingu við Lexus.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×