Erlent

ESB vill að kosið verði á ný

Evrópusambandið segir að eina leiðin fyrir Úkraínu út úr því ófremdarástandi sem geysað hefur í landinu eftir forsetakosningarnar, sé að boða til nýrra kosninga. Þjóðþing landsins ógilti í gær úrslit kosninganna, en samkvæmt þeim sigraði Janúkóvits, forsætisráðherra. Bernhard Bot, utanríkisráðherra Hollands, sem er í forsæti ESB, segir brýnt að halda nýjar forsetakosningar áður en langt um líður, og að þeim þurfi að vera lokið áður en nýtt ár gangi í garð. Joska Fischer, utanríkisráðherra Þýskalands, tekur í sama streng og segir það best fyrir lýðræðið í Úkraínu. Janúkóvits hélt frá Kænugarði í morgun til austurhluta landsins, þar sem hann nýtur mikils stuðnings, en hann hefur mætt mikilli andstöðu almennings í höfuðborginni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×