Grátandi sjálfsmynd þjóðarinnar Bjarni Karlsson skrifar 22. nóvember 2004 00:01 Guðmundur Steingrímsson skrifaði skemmtilegan bakþankapistil um mikið alvörumál sem birtist hér í blaðinu á laugardaginn var, undir heitinu þjóðsöngurinn. Þar lýsir hann þeirri staðreynd að tengsl þjóðsöngs og þjóðar í okkar kalda landi eru súrrealísk. Það er alveg satt. Hvert sinn sem við reynum að syngja þennan söng líður okkur eins og við séum að falla á prófi og vanmáttarkenndin kúpplar sig saman við þetta dularfulla ‘grátandi smáblóm’ sem bara ‘tilbiður Guð sinn og deyr’. Það skiptir máli að þjóðsöngur sé merkingarbær. Þjóðsöngur tjáir sjálfsmynd þjóðar, eða ætti alltént að gera það. Annað hvort verðum við að ná vitrænum og tilfinningalegum tengslum við þjóðsönginn okkar, eða við verðum að skipta um þjóðsöng. Ég álít að íslenski þjóðsöngurinn sé mikil gæfa. Eins og það annars er fyndið hjá Guðmundi, að halda því fram að sérstaða hans sé í því fólgin að textinn sé "eins og drafandi óráðsíuhjal og (með) laglínu sem fær flesta til að gera sig að fífli á almannafær", þá tel ég sérstöðuna öllu heldur vera þá, að okkar þjóðsöngur er sálmur. Á meðan aðrar þjóðir syngja ýmist landi sínu eða veraldarvaldinu lof í sínum þjóðsöngvum, þá syngjum við Guði lof. Ef þjóðsöngur tjáir sjálfmynd þjóðar, þá tjáir okkar söngur þá afstöðu að í stað þess að byggja sjálfsmynd okkar á samanburði við aðra, þá horfir okkar litla þjóð á sig úr þeirri fjarlægð sem gerir allar þjóðir smáar og alla menn auðmjúka. "Ó, Guð vors lands, ó, lands vors Guð. Vér lofum þitt heilaga, heilaga nafn. Úr sólkerfum himnanna hnýta þér krans þínir herskarar, tímanna safn". Og á meðan aðrar þjóðir eiga sína löngu sögu, þá sjáum við okkar sögu ekki í samanburði, heldur í ljósi þess að "Fyrir þér er einn dagur sem þúsund ár, og þúsund ár dagur, ei meir". Þegar við hugsum til lands og þjóðar þá hugsum við til Guðs sem gaf. Í stað þjóðarstolts kemur þakklæti. Í stað herkvaðar kemur bæn: "verði gróandi þjóðlíf með þverrandi tár, sem þroskast á Guðsríkisbraut". Þetta finnst mér vera merkingarbært. Þjóð sem á slíkan þjóðarsöng þarf ekki að selja samvisku sína í hendur blóðvarga og fara með hernaði á hendur öðrum þjóðum. Slík þjóð selur heldur ekki frá sér landið, því hún veit að hún á það ekki. Guð lánar landið. Þjóð sem þorir að sjá sig sem "grátandi smáblóm með titrandi tár" í víðáttu rúms og tíma, hefur það sem þarf til að rækta frið og þroska með sér réttæti. Já, Guðmundur, höldum söngnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Guðmundur Steingrímsson skrifaði skemmtilegan bakþankapistil um mikið alvörumál sem birtist hér í blaðinu á laugardaginn var, undir heitinu þjóðsöngurinn. Þar lýsir hann þeirri staðreynd að tengsl þjóðsöngs og þjóðar í okkar kalda landi eru súrrealísk. Það er alveg satt. Hvert sinn sem við reynum að syngja þennan söng líður okkur eins og við séum að falla á prófi og vanmáttarkenndin kúpplar sig saman við þetta dularfulla ‘grátandi smáblóm’ sem bara ‘tilbiður Guð sinn og deyr’. Það skiptir máli að þjóðsöngur sé merkingarbær. Þjóðsöngur tjáir sjálfsmynd þjóðar, eða ætti alltént að gera það. Annað hvort verðum við að ná vitrænum og tilfinningalegum tengslum við þjóðsönginn okkar, eða við verðum að skipta um þjóðsöng. Ég álít að íslenski þjóðsöngurinn sé mikil gæfa. Eins og það annars er fyndið hjá Guðmundi, að halda því fram að sérstaða hans sé í því fólgin að textinn sé "eins og drafandi óráðsíuhjal og (með) laglínu sem fær flesta til að gera sig að fífli á almannafær", þá tel ég sérstöðuna öllu heldur vera þá, að okkar þjóðsöngur er sálmur. Á meðan aðrar þjóðir syngja ýmist landi sínu eða veraldarvaldinu lof í sínum þjóðsöngvum, þá syngjum við Guði lof. Ef þjóðsöngur tjáir sjálfmynd þjóðar, þá tjáir okkar söngur þá afstöðu að í stað þess að byggja sjálfsmynd okkar á samanburði við aðra, þá horfir okkar litla þjóð á sig úr þeirri fjarlægð sem gerir allar þjóðir smáar og alla menn auðmjúka. "Ó, Guð vors lands, ó, lands vors Guð. Vér lofum þitt heilaga, heilaga nafn. Úr sólkerfum himnanna hnýta þér krans þínir herskarar, tímanna safn". Og á meðan aðrar þjóðir eiga sína löngu sögu, þá sjáum við okkar sögu ekki í samanburði, heldur í ljósi þess að "Fyrir þér er einn dagur sem þúsund ár, og þúsund ár dagur, ei meir". Þegar við hugsum til lands og þjóðar þá hugsum við til Guðs sem gaf. Í stað þjóðarstolts kemur þakklæti. Í stað herkvaðar kemur bæn: "verði gróandi þjóðlíf með þverrandi tár, sem þroskast á Guðsríkisbraut". Þetta finnst mér vera merkingarbært. Þjóð sem á slíkan þjóðarsöng þarf ekki að selja samvisku sína í hendur blóðvarga og fara með hernaði á hendur öðrum þjóðum. Slík þjóð selur heldur ekki frá sér landið, því hún veit að hún á það ekki. Guð lánar landið. Þjóð sem þorir að sjá sig sem "grátandi smáblóm með titrandi tár" í víðáttu rúms og tíma, hefur það sem þarf til að rækta frið og þroska með sér réttæti. Já, Guðmundur, höldum söngnum.
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar