Skemmtilegast á uppboðum 19. nóvember 2004 00:01 Jeppapartasala Þórðar á Tangarhöfða 2 er rúmlega tuttugu ára gamalt fyrirtæki. Björgvin Guðmundsson hefur starfað þar í átta ár og eignaðist fyrirtækið fyrir tveimur árum. Hann er mest einn að bardúsa en nýtur þó góðrar aðstoðar konu og sona. "Frúin er vakin og sofin yfir þessu og leysir mig af þegar með þarf og svo erum við að ala upp efnilega partasala," segir Björgvin hlæjandi. Björgvin sérhæfir sig í starfinu og kveðst aðallega versla með varahluti í japanska jeppa. "Ég er mest með í Nissan- og Suzuki- jeppana. Þetta hefur þróast út í það." En hvar fær hann þessa varahluti? "Ég kaupi bíla sem lenda í tjónum, ríf þá niður og sel úr þeim stykkin hvert og eitt," segir hann og kveðst ekki rétta boddýin en reyna að koma öðru í verð. Hann vill ekki gefa upp hvaða varahlutir séu vinsælastir! "Allt getur bilað en það er ekkert eitt stykki öðrum fremur," segir hann yfirvegaður. Hvað skyldi honum svo þykja skemmtilegast við þetta starf. "Ja, þetta er auðvitað eins og hver önnur vinna. Kannski er einna mest spennandi að fylgjast með uppboðunum, pæla í því sem þar er að finna og bjóða svo í, í kapp við aðra partasala. Því þótt við þekkjumst og bendum hver á annan ef við eigum ekki sjálfir það sem viðskiptavininn vantar þá yfirbjóðum við hvern annan óspart á uppboðunum." Samráð? "Nei," segir hann hlæjandi. "Hjá okkur er ekki um neitt ólöglegt samráð að ræða." Bílar Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Jeppapartasala Þórðar á Tangarhöfða 2 er rúmlega tuttugu ára gamalt fyrirtæki. Björgvin Guðmundsson hefur starfað þar í átta ár og eignaðist fyrirtækið fyrir tveimur árum. Hann er mest einn að bardúsa en nýtur þó góðrar aðstoðar konu og sona. "Frúin er vakin og sofin yfir þessu og leysir mig af þegar með þarf og svo erum við að ala upp efnilega partasala," segir Björgvin hlæjandi. Björgvin sérhæfir sig í starfinu og kveðst aðallega versla með varahluti í japanska jeppa. "Ég er mest með í Nissan- og Suzuki- jeppana. Þetta hefur þróast út í það." En hvar fær hann þessa varahluti? "Ég kaupi bíla sem lenda í tjónum, ríf þá niður og sel úr þeim stykkin hvert og eitt," segir hann og kveðst ekki rétta boddýin en reyna að koma öðru í verð. Hann vill ekki gefa upp hvaða varahlutir séu vinsælastir! "Allt getur bilað en það er ekkert eitt stykki öðrum fremur," segir hann yfirvegaður. Hvað skyldi honum svo þykja skemmtilegast við þetta starf. "Ja, þetta er auðvitað eins og hver önnur vinna. Kannski er einna mest spennandi að fylgjast með uppboðunum, pæla í því sem þar er að finna og bjóða svo í, í kapp við aðra partasala. Því þótt við þekkjumst og bendum hver á annan ef við eigum ekki sjálfir það sem viðskiptavininn vantar þá yfirbjóðum við hvern annan óspart á uppboðunum." Samráð? "Nei," segir hann hlæjandi. "Hjá okkur er ekki um neitt ólöglegt samráð að ræða."
Bílar Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira