Varaformaður veldur írafári 18. nóvember 2004 00:01 Sjálfstæðismaðurinn Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar, olli talsverðu írafári á Alþingi í gær þegar hann lýsti því yfir að nýundirritaðir samningar kennarasambandsins og sveitarfélaganna væru skelfilegir, eins og hann orðaði það. Dró þingmaðurinn upp dökka mynd af horfum í efnahagsmálum. Allar stéttir myndu nú krefjast sömu hækkunar og kennarar, til dæmis væru samningar nærri allra opinberra starfsmanna lausir. Óttaðist Einar Oddur verðbólguskriðu sem myndi leggja heimilin í ösku og hinir fátækustu yrðu verst úti. Manaði Einar Oddur þingmenn til að nefna þá stétt sem ekki myndi sigla í kjölfar kennara: "Opinberir starfsmenn mega ekki fá krónu umfram ASÍ." Skírskotaði hann sérstaklega til þess að útlit væri fyrir að lífeyrir starfsfólks á almennum vinnumarkaði yrði senn skertur á sama tíma og opinberir starfsmenn hefðu allt sitt á þurru. Helgi Hjörvar, Samfylkingu, svaraði Einari Oddi og sagði að ef skriða hefði komist af stað hefði það verið Geir H. Haarde fjármálaráðherra sem hefði ýtt henni með samningum við lækna, hjúkrunarfræðinga og kennara: "Íslenska þjóðin getur unnt kennurum að fá á nokkrum árum 5% umfram aðra. Samningar kennara ógnar ekki stöðugleikanum. Það gerir hins vegar fjárlagafrumvarpið." Benti Helgi á að kostnaðarauki utanríkisráðuneytisins væri einn milljarður á einu ári á sama tíma og kostnaðarauki vegna samninganna væri 700 milljónir. Sigurður Kári Kristjánsson, flokksbróðir Einars Odds, fékk svo upplýst hjá varaformanni fjárlaganefndar að lífeyrisskuldbindingar ríkisins vegna samninganna væru 10 milljarðar. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, sagði að sér blöskraði málflutningur Einars Odds: "Það nær ekki nokkurri átt að draga grunnskólakennara eina til ábyrgðar fyrir vanda í efnahagsmálum." Alþingi Fréttir Innlent Kennaraverkfall Stj.mál Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Sjá meira
Sjálfstæðismaðurinn Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar, olli talsverðu írafári á Alþingi í gær þegar hann lýsti því yfir að nýundirritaðir samningar kennarasambandsins og sveitarfélaganna væru skelfilegir, eins og hann orðaði það. Dró þingmaðurinn upp dökka mynd af horfum í efnahagsmálum. Allar stéttir myndu nú krefjast sömu hækkunar og kennarar, til dæmis væru samningar nærri allra opinberra starfsmanna lausir. Óttaðist Einar Oddur verðbólguskriðu sem myndi leggja heimilin í ösku og hinir fátækustu yrðu verst úti. Manaði Einar Oddur þingmenn til að nefna þá stétt sem ekki myndi sigla í kjölfar kennara: "Opinberir starfsmenn mega ekki fá krónu umfram ASÍ." Skírskotaði hann sérstaklega til þess að útlit væri fyrir að lífeyrir starfsfólks á almennum vinnumarkaði yrði senn skertur á sama tíma og opinberir starfsmenn hefðu allt sitt á þurru. Helgi Hjörvar, Samfylkingu, svaraði Einari Oddi og sagði að ef skriða hefði komist af stað hefði það verið Geir H. Haarde fjármálaráðherra sem hefði ýtt henni með samningum við lækna, hjúkrunarfræðinga og kennara: "Íslenska þjóðin getur unnt kennurum að fá á nokkrum árum 5% umfram aðra. Samningar kennara ógnar ekki stöðugleikanum. Það gerir hins vegar fjárlagafrumvarpið." Benti Helgi á að kostnaðarauki utanríkisráðuneytisins væri einn milljarður á einu ári á sama tíma og kostnaðarauki vegna samninganna væri 700 milljónir. Sigurður Kári Kristjánsson, flokksbróðir Einars Odds, fékk svo upplýst hjá varaformanni fjárlaganefndar að lífeyrisskuldbindingar ríkisins vegna samninganna væru 10 milljarðar. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, sagði að sér blöskraði málflutningur Einars Odds: "Það nær ekki nokkurri átt að draga grunnskólakennara eina til ábyrgðar fyrir vanda í efnahagsmálum."
Alþingi Fréttir Innlent Kennaraverkfall Stj.mál Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent