Erlent

Á annan tug létust

Í það minnsta sautján Írakar létust í gær vegna ofbeldisöldunnar sem riðið hefur yfir landið frá því að bandarískar og íraskar hersveitir réðust til atlögu í Falluja fyrir tæpum tveimur vikum. Sjö létust í sprengjuárásum á þjóðvegum nærri Samarra og Baiji. Aðgerðirnar í Falluja hafa kostað 51 bandarískan hermann og átta íraska hermenn lífið, sagði John Sattler, hershöfðingi og yfirmaður bandarískra landgönguliðssveita í Írak. Nær 500 hermenn hafa særst í bardögum í borginni. Rauði hálfmáninn segir 150 fjölskyldur enn í sjálfheldu í Falluja. Samtökin hafa enn ekki getað farið inn í borgina til að aðstoða íbúa.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×