Menn eiga að hlýða lögum 17. nóvember 2004 00:01 Í lögum eru ákvæði um viðurlög sem geta komið til greina ef fjarvera kennara undanfarna daga telst brot á lögum. Starfsmanni er t.d. skylt að vinna án endurgjalds yfirvinnu allt að tvöföldum þeim tíma sem hann hefur verið frá starfi án gildra forfalla og hlíta því að dregið sé af launum sem því nemur. Einnig getur komið til brottvikningar um stundarsakir eða fyrir fullt og allt. Óljóst er hvort skólayfirvöld muni ganga svo langt að krefjast refsingar yfir þeim kennurum sem hafa gerst brotlegir við lög. Verkföll og aðrar aðgerðir til að knýja fram aðra skipan kjaramála en lög ákveða eru óheimil samkvæmt lögum ríkisstjórnarinnar sem sett voru til að stöðva verkfall kennara. Sigurður Líndal lagaprófessor segir ljóst að verkfallið hafi verið bannað og kennarar verði því að sanna veikindi sín með læknisvottorði og eigi þá þann rétt. Annars sé um lagabrot að ræða. "Auðvitað er óþolandi að menn komist upp með að brjóta lögin jafnvel þó að þeir séu á móti lögunum. Menn eiga að hlýða lögunum. Ég held að það sé mjög sjaldgæft að menn brjóti svona lög," segir Sigurður. "Mér finnast þessi hópveikindi ekki mjög sannfærandi. Þó að kennarar segist vera miður sín og illa farnir á taugum þá trúi ég því ekki að þeir séu svona illa farnir. Það er ekki eins og það sé verið að svelta þá. Ef þeir syltu og þyrftu að leggjast í ólöglegar aðgerðir til að bjarga lífi sínu þá gildir kannski öðru máli en ég held það sé kannski óþarfi að velta slíku fyrir sér." Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Erlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
Í lögum eru ákvæði um viðurlög sem geta komið til greina ef fjarvera kennara undanfarna daga telst brot á lögum. Starfsmanni er t.d. skylt að vinna án endurgjalds yfirvinnu allt að tvöföldum þeim tíma sem hann hefur verið frá starfi án gildra forfalla og hlíta því að dregið sé af launum sem því nemur. Einnig getur komið til brottvikningar um stundarsakir eða fyrir fullt og allt. Óljóst er hvort skólayfirvöld muni ganga svo langt að krefjast refsingar yfir þeim kennurum sem hafa gerst brotlegir við lög. Verkföll og aðrar aðgerðir til að knýja fram aðra skipan kjaramála en lög ákveða eru óheimil samkvæmt lögum ríkisstjórnarinnar sem sett voru til að stöðva verkfall kennara. Sigurður Líndal lagaprófessor segir ljóst að verkfallið hafi verið bannað og kennarar verði því að sanna veikindi sín með læknisvottorði og eigi þá þann rétt. Annars sé um lagabrot að ræða. "Auðvitað er óþolandi að menn komist upp með að brjóta lögin jafnvel þó að þeir séu á móti lögunum. Menn eiga að hlýða lögunum. Ég held að það sé mjög sjaldgæft að menn brjóti svona lög," segir Sigurður. "Mér finnast þessi hópveikindi ekki mjög sannfærandi. Þó að kennarar segist vera miður sín og illa farnir á taugum þá trúi ég því ekki að þeir séu svona illa farnir. Það er ekki eins og það sé verið að svelta þá. Ef þeir syltu og þyrftu að leggjast í ólöglegar aðgerðir til að bjarga lífi sínu þá gildir kannski öðru máli en ég held það sé kannski óþarfi að velta slíku fyrir sér."
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Erlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira