Erlent

Umdeilt dráp í mosku

Bandaríski herinn er að rannsaka hvers vegna bandarískur hermaður skaut Íraka sem lá særður inni í mosku í Falluja. Drápið var sýnt á sjónvarpsstöðinni NBC í gær og hefur vakið gríðarlega hörð viðbrögð. Á myndunum sést maðurinn liggja nánast hreyfingarlaus á gólfi moskunnar þegar hermaðurinn skaut hann. Bandarísk hermálayfirvöld segjast ætla að rannsaka málið með tilliti til þess hvort hermaðurinn hafi skotið manninn í sjálfsvörn. Af myndunum að dæma er ekki hægt að sjá að það hafi verið reyndin. Drápið virðist vera brot á alþjóðalögum og hefur hermanninum verið vikið úr starfi á meðan rannsóknin fer fram.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×