Erlent

Hassan tekin af lífi

Íraskir gíslatökumenn hafa myrt Margaret Hassan, stjórnanda hjálparsamtakanna CARE, samkvæmt arabísku sjónvarpsstöðinni Al-Jazeera. Sjónvarpsstöðin sagðist í gær vera með myndbandsupptöku af morðinu undir höndum en birti hana ekki. Jihad Ballout, talsmaður Al-Jazeera, sagði sjónvarpsstöðina hafa fengið upptökuna fyrir nokkrum dögum. Nú hafi verið gengið úr skugga um að kona sem var skotin í höfuðið á myndbandinu hafi verið Hassan. Hassan var rænt í Bagdad 19. október. Engin samtök hafa lýst ábyrgð á hendur sér.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×