Garðabær athugar tilraunasamning 16. nóvember 2004 00:01 Bæjaryfirvöld í Garðabæ hafa í athugun hvort hægt verði að gera tilraunasamning við grunnskólakennara komi til þess að samninganefndir kennara og sveitarfélaganna nái ekki saman. Gunnar Einarsson, forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs Garðabæjar, segir bæjaryfirvöld binda vonir vð að samningar náist: "Ef ekki tökum við á því þegar þar að kemur." Gunnar segir nánast enga kennara grunnskóla Garðabæjar hafa mætt til vinnu. Ekki sé hægt að segja á þessu stundu hvort Garðabær fari með kjör kennara bæjarins fyrir gerðardóm eða semji sér við kennarana. Kennarar eru ósáttir við skilyrði sem ríkisstjórninni setur fari deilan í gerðardóm; að viðhalda stöðugleikanum í samfélaginu. Í bréfi sem grunnskólakennnarar Borgarskóla í Reykjavík sendu til foreldra barna segir að sé miðað við þær forsendur sem gerðadómi sé gert að vinna eftir sé ljóst að þröngva eigi upp á kennara lögum með samningi sem sé í besta falli ámóta þeirri miðlunartillögu sem felld hafi verið með 93% atkvæða, kannski verri. Einungis fimmtán til tuttugu prósent kennara mættu til starfa í Reykjavík í gær. Jón Pétur Zimsen kennari í Réttarholtsskóla var forfallaður vegna veikinda í gær: "Það er fáránlegt að ætlast til þess að við förum inn í skólana fyrir eitthvað sem er rétt betra en miðlunartillagan. Niðurstaða gerðardóms þarf að vera miklu betri en tillagan svo kennarar verði sáttir og friður ríki um skólastarfið." Ástandið í grunnskólunum var harmað í álytkun samráðsfundar foreldraráða og foreldrafélaga í Garðabæ í gær. Hópurinn lýsti líka yfir áhyggjum af miðstýringu í kjaramálum kennara sem hann taldi að héldi niðri launum kennara og kæmi í veg fyrir lausn í deilunni. Fundurinn skoraði því á stjórnvöld Garðabæjar að hafa frumkvæði að því að semja sérstaklega við sína kennara. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Sjá meira
Bæjaryfirvöld í Garðabæ hafa í athugun hvort hægt verði að gera tilraunasamning við grunnskólakennara komi til þess að samninganefndir kennara og sveitarfélaganna nái ekki saman. Gunnar Einarsson, forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs Garðabæjar, segir bæjaryfirvöld binda vonir vð að samningar náist: "Ef ekki tökum við á því þegar þar að kemur." Gunnar segir nánast enga kennara grunnskóla Garðabæjar hafa mætt til vinnu. Ekki sé hægt að segja á þessu stundu hvort Garðabær fari með kjör kennara bæjarins fyrir gerðardóm eða semji sér við kennarana. Kennarar eru ósáttir við skilyrði sem ríkisstjórninni setur fari deilan í gerðardóm; að viðhalda stöðugleikanum í samfélaginu. Í bréfi sem grunnskólakennnarar Borgarskóla í Reykjavík sendu til foreldra barna segir að sé miðað við þær forsendur sem gerðadómi sé gert að vinna eftir sé ljóst að þröngva eigi upp á kennara lögum með samningi sem sé í besta falli ámóta þeirri miðlunartillögu sem felld hafi verið með 93% atkvæða, kannski verri. Einungis fimmtán til tuttugu prósent kennara mættu til starfa í Reykjavík í gær. Jón Pétur Zimsen kennari í Réttarholtsskóla var forfallaður vegna veikinda í gær: "Það er fáránlegt að ætlast til þess að við förum inn í skólana fyrir eitthvað sem er rétt betra en miðlunartillagan. Niðurstaða gerðardóms þarf að vera miklu betri en tillagan svo kennarar verði sáttir og friður ríki um skólastarfið." Ástandið í grunnskólunum var harmað í álytkun samráðsfundar foreldraráða og foreldrafélaga í Garðabæ í gær. Hópurinn lýsti líka yfir áhyggjum af miðstýringu í kjaramálum kennara sem hann taldi að héldi niðri launum kennara og kæmi í veg fyrir lausn í deilunni. Fundurinn skoraði því á stjórnvöld Garðabæjar að hafa frumkvæði að því að semja sérstaklega við sína kennara.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Sjá meira