Innlent

Kennarar fari að lögum

Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra sagði á Alþingi í gær að hann vænti þess að kennarar fari að lögum: "Það kann vel að vera að mörgum líki ekki sá rammi sem Alþingi hefur sett um málið en það er nauðsynlegt að allir virði lögin." Björgvin G. Sigurðsson, Samfylkingu sagði að kennarar mættu til vinnu "kúskaðir og svínbeygðir" og sagðist óttast atgerfisflótta úr stéttinni. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra sagði aðspurð um hvað ríkisstjórnin hygðist gera til að bæta börnum upp 8 vikna verkfall, að vinna væri hafin í menntamálaráðuneytinu og hún hefði verið í sambandi við formann sambands sveitarfélaga. Þau orð urðu Össuri Skarphéðinssyni, formanni Samfylkingarinnar tilefni til að spyrja hvort það eina sem Þorgerður hefði gert, hefði verið að hringja í flokksbróður sinn Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson: "Ráðherrann sefur Þyrnirósarsvefni. Þetta er ótæk frammistaða."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×