Innlent

Ekki brugðist við forfalli kennara

Fjórir af tæplega þrjátíu kennurum mættu til starfa í Réttarholtsskóla í gær. Hilmar Hilmarsson skólastjóri segir kennara hafa tilkynnt veikindi. Hilmar sagði að ekki yrði tekið á lagabroti kennara með ávítum eða að laun yrðu dregin af þeim: "Ég veit ekki annað en menn séu veikir." Unglingarnir hafa verið sendir heim en Réttarholtsskóli er gagnfræðaskóli. Þorvaldur Jónasson var einn fjögurra kennara sem mætti til vinnu í Réttarholtsskóla í gær. "Ég hefði ekki mætt ef ekki hefði komið eingreiðsla og stytting á tímanum sem gerðadómur starfar eftir. Helst hefði ég viljað fá einhverja prósentuhækkun líka," segir Þorvaldur. Skiljanlegt sé að kennarar sitji heima: "Mér finnst þetta bölvuð flenging og ef maður væri yngri léti maður ekki bjóða sér þetta." Nokkrar stúlkur í tíunda bekk voru að tygja sig heim á leið um níu leytið í gærmorgun þegar ljóst varð að kennarar þeirra mættu ekki til starfa. Þær voru hinar rólegustu og sögðust ætla heim að leggja sig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×