Vill halda í bjartsýnina 14. nóvember 2004 00:01 Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, formaður launanefndar sveitarfélaganna, er ekki úrkula vonar um að kennarar og sveitarfélög nái að semja um kaup og kjör. Samkvæmt lögum sem samþykkt voru á Alþingi á laugardag kemur gerðardómur saman laugardaginn 20. nóvember. Ná kennarar og sveitarfélög saman áður en gerðardómur tekur til starfa? Það ætla ég rétt að vona. Við höfum þessa daga og ef við notum þá vel er allt mögulegt. Við sögðum við löggjafann: Tíminn sem ætlaður var í frumvarpinu var að okkar mati óþarflega langur. Hann var styttur niður í þetta og það gæti auðvitað verið vísbending um hvort heldur sem væri. Kjarasamningar hafa stundum leyst á skemmri tíma en þessum dögum. En það þarf tvo til að leysa deiluna. Hvað þýðir það? Það þýðir að kennarar verða þá að endurskoða sína afstöðu. Sérðu fyrir þér að friður náist í skólastarfinu sem heldur til framtíðar? Ég hef sagt það áður og get sagt enn, að það að setja lög á kjaradeilu er ekki góð lausn. Við eigum þess vegna, kennarar og sveitarfélög, eftir að leysa okkar mál í raun og það vorkenni ég okkur ekki. Getur verið, í ljósi þess að réttur til náms er bundinn í lög, að sveitarfélögin hafi brugðist í að halda úti eðlilegu skólahaldi? Það voru náttúrlega ekki sveitarfélögin sem boðuðu til verkfalls. Það voru heldur ekki sveitarfélögin sem greiddu atkvæði á móti miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Það þarf tvo til að semja og hvorki hægt að einfalda hlutina svo fyrir einum eða neinum að bara annar aðilinn hafi valdið því að samningar hafi ekki náðst. Það er líka misskilningur að menn hafi ekki, á þessum langa tíma sem samningar voru lausir áður en að verkfalli kom, verið í alvöru samtölum og alvöru vinnu. Ég leyfi mér að fullyrða að svo hafi verið. Finnur launanefndin fyrir miklum þrýstingi utan úr samfélaginu? Sú staðreynd að lögin voru sett tryggir að börnin fara inn í skólana og þessari þungu byrði er af okkur öllum létt. Eftir stendur auðvitað þessi vandi okkar að leiða mál til lykta. Í mínum huga má þannig skipta þessari lagasetningu í tvennt. Hún tryggir að börnin koma í skólann og býr til aðstæður fyrir okkur að ná saman. Ef það gengur ekki er þarna gerðardómurinn og við verðum bara að vona að hann fjalli þá um málið af sanngirni, bæði við sveitarfélögin og kennara. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, formaður launanefndar sveitarfélaganna, er ekki úrkula vonar um að kennarar og sveitarfélög nái að semja um kaup og kjör. Samkvæmt lögum sem samþykkt voru á Alþingi á laugardag kemur gerðardómur saman laugardaginn 20. nóvember. Ná kennarar og sveitarfélög saman áður en gerðardómur tekur til starfa? Það ætla ég rétt að vona. Við höfum þessa daga og ef við notum þá vel er allt mögulegt. Við sögðum við löggjafann: Tíminn sem ætlaður var í frumvarpinu var að okkar mati óþarflega langur. Hann var styttur niður í þetta og það gæti auðvitað verið vísbending um hvort heldur sem væri. Kjarasamningar hafa stundum leyst á skemmri tíma en þessum dögum. En það þarf tvo til að leysa deiluna. Hvað þýðir það? Það þýðir að kennarar verða þá að endurskoða sína afstöðu. Sérðu fyrir þér að friður náist í skólastarfinu sem heldur til framtíðar? Ég hef sagt það áður og get sagt enn, að það að setja lög á kjaradeilu er ekki góð lausn. Við eigum þess vegna, kennarar og sveitarfélög, eftir að leysa okkar mál í raun og það vorkenni ég okkur ekki. Getur verið, í ljósi þess að réttur til náms er bundinn í lög, að sveitarfélögin hafi brugðist í að halda úti eðlilegu skólahaldi? Það voru náttúrlega ekki sveitarfélögin sem boðuðu til verkfalls. Það voru heldur ekki sveitarfélögin sem greiddu atkvæði á móti miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Það þarf tvo til að semja og hvorki hægt að einfalda hlutina svo fyrir einum eða neinum að bara annar aðilinn hafi valdið því að samningar hafi ekki náðst. Það er líka misskilningur að menn hafi ekki, á þessum langa tíma sem samningar voru lausir áður en að verkfalli kom, verið í alvöru samtölum og alvöru vinnu. Ég leyfi mér að fullyrða að svo hafi verið. Finnur launanefndin fyrir miklum þrýstingi utan úr samfélaginu? Sú staðreynd að lögin voru sett tryggir að börnin fara inn í skólana og þessari þungu byrði er af okkur öllum létt. Eftir stendur auðvitað þessi vandi okkar að leiða mál til lykta. Í mínum huga má þannig skipta þessari lagasetningu í tvennt. Hún tryggir að börnin koma í skólann og býr til aðstæður fyrir okkur að ná saman. Ef það gengur ekki er þarna gerðardómurinn og við verðum bara að vona að hann fjalli þá um málið af sanngirni, bæði við sveitarfélögin og kennara.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira