Menning

Tilnefndur til verðlauna

Höll minninganna eftir Ólaf Jóhann Ólafsson hefur verið tilnefnd til IMPAC-verðlaunanna, virtra alþjóðlegra bókmenntaverðlauna sem veitt eru árlega fyrir skáldverk á ensku, frumsamið eða í þýðingu. Þetta er í annað sinn sem verk eftir Ólaf Jóhann er tilnefnt til þessara verðlauna en fjölmargir heimsfrægir rithöfundar hafa verið tilnefndir áður eins og Umberto Eco, Milan Kundera og Ian McEwan. Höll minninganna kom fyrst út hjá Vöku-Helgafelli árið 2001 og varð mest selda bókin hérlendis það árið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.