Fyrir stórfjölskylduna 12. nóvember 2004 00:01 Fyrir ekki svo mörgum árum þótti ekki tiltökumál að hrúga 4-5 börnum í aftursæti bíla, halda svo jafnvel á einu, og bílbelti - þau voru ekki fyrir venjulegt fólk. Í dag hafa tímarnir svo sannarlega breyst. Hinn almenni neytandi gerir miklar kröfur um að öryggi farþega í bílum sé sem mest, og það hefur að sjálfsögðu kallað á stærri bíla, þar sem hver og einn farþegi hefur gott pláss og er tryggilega festur í bílbelti. Svokallaðir fjölnotabílar eru hluti af þessari þróun. Stórir bílar með örugg sæti fyrir marga farþega. Það er örugglega markaður fyrir þessa bíla hér á landi því þó að fólk eignist færri börn en áður hefur samsettum fjölskyldum fjölgað. Samanlagður fjöldi barna í fjölskyldu er kannski fjögur eða fimm og þá dugar enginn venjulegur bíll til. Mitsubishi Grandis er einn þeirra bíla sem svara þessari þróun. Hann er sjö manna, stór og mikill. Farangursrýmið er ekki upp á marga fiska þegar öll sætin eru í notkun en það stækkar til mikilla muna þegar aftasta sætaröðin hefur verið lögð niður. Mjög gott er að setjast upp í Grandisinn, sætin eru afar þægileg og bíllinn er mjög lipur þrátt fyrir stærðina. Útsýnið er líka gott úr bílnum vegna þess hversu hátt er setið. Hann er óneitanlega mjög stór, fyrst þegar litið er í baksýnisspegilinn fær maður hálfgert áfall, bíllinn er svo langur. Það venst hins vegar furðu fljótt og ýmislegt er gert til að gera manni akstur á þessu stóra farartæki þægilegri. Hliðarspeglarnir eru til dæmis mjög stórir og hjálpa ökumanni við aksturinn. Bíllinn hefur "blöðrulag" eins og algengt er með stærri fjölnota bíla. Þetta þýðir að langt er frá ökumanni og fram í rúðu en einnig að ökumaður sér ekki framenda bílsins, sem hlýtur að teljast galli. Vélin í Grandisnum er 2,4 lítra 165 hestafla bensínvél. Bíllinn er afar kraftmikill, sjálfskiptur með möguleika á beinskiptingu, mjög þægilegur í akstri innanbæjar og eins og klettur á vegi þegar lengra er ekið. Reyndar er staðsetningin á skiptistönginni nokkuð furðuleg, hægra megin í mælaborðinu, þar að auki hreyfist gírinn til vinstri og hægri, ekki bara upp og niður. Þetta venst þó fljótt. Bíllinn eyðir 13 á hundraði í innanbæjarakstri, segir á heimasíðu innflytjanda, en hann virðist þó eyða meira í hinu dæmigerða skaki á milli húsa í Reykjavík.Mynd/VilhelmMynd/VilhelmMynd/VilhelmMynd/VilhelmMynd/VilhelmMynd/Vilhelm Bílar Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Fyrir ekki svo mörgum árum þótti ekki tiltökumál að hrúga 4-5 börnum í aftursæti bíla, halda svo jafnvel á einu, og bílbelti - þau voru ekki fyrir venjulegt fólk. Í dag hafa tímarnir svo sannarlega breyst. Hinn almenni neytandi gerir miklar kröfur um að öryggi farþega í bílum sé sem mest, og það hefur að sjálfsögðu kallað á stærri bíla, þar sem hver og einn farþegi hefur gott pláss og er tryggilega festur í bílbelti. Svokallaðir fjölnotabílar eru hluti af þessari þróun. Stórir bílar með örugg sæti fyrir marga farþega. Það er örugglega markaður fyrir þessa bíla hér á landi því þó að fólk eignist færri börn en áður hefur samsettum fjölskyldum fjölgað. Samanlagður fjöldi barna í fjölskyldu er kannski fjögur eða fimm og þá dugar enginn venjulegur bíll til. Mitsubishi Grandis er einn þeirra bíla sem svara þessari þróun. Hann er sjö manna, stór og mikill. Farangursrýmið er ekki upp á marga fiska þegar öll sætin eru í notkun en það stækkar til mikilla muna þegar aftasta sætaröðin hefur verið lögð niður. Mjög gott er að setjast upp í Grandisinn, sætin eru afar þægileg og bíllinn er mjög lipur þrátt fyrir stærðina. Útsýnið er líka gott úr bílnum vegna þess hversu hátt er setið. Hann er óneitanlega mjög stór, fyrst þegar litið er í baksýnisspegilinn fær maður hálfgert áfall, bíllinn er svo langur. Það venst hins vegar furðu fljótt og ýmislegt er gert til að gera manni akstur á þessu stóra farartæki þægilegri. Hliðarspeglarnir eru til dæmis mjög stórir og hjálpa ökumanni við aksturinn. Bíllinn hefur "blöðrulag" eins og algengt er með stærri fjölnota bíla. Þetta þýðir að langt er frá ökumanni og fram í rúðu en einnig að ökumaður sér ekki framenda bílsins, sem hlýtur að teljast galli. Vélin í Grandisnum er 2,4 lítra 165 hestafla bensínvél. Bíllinn er afar kraftmikill, sjálfskiptur með möguleika á beinskiptingu, mjög þægilegur í akstri innanbæjar og eins og klettur á vegi þegar lengra er ekið. Reyndar er staðsetningin á skiptistönginni nokkuð furðuleg, hægra megin í mælaborðinu, þar að auki hreyfist gírinn til vinstri og hægri, ekki bara upp og niður. Þetta venst þó fljótt. Bíllinn eyðir 13 á hundraði í innanbæjarakstri, segir á heimasíðu innflytjanda, en hann virðist þó eyða meira í hinu dæmigerða skaki á milli húsa í Reykjavík.Mynd/VilhelmMynd/VilhelmMynd/VilhelmMynd/VilhelmMynd/VilhelmMynd/Vilhelm
Bílar Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira